Jörð - 01.12.1931, Síða 194
268 ANDREA DELFÍN [Jörð
'»Um þenna Þjóðverja, sem er vinur Grittís; 'ritara
Vínar1)-sendiherrans hér. Þér þekkið hann?«
»Ég sá hann við síðasta kappróðui'. Grittí sýndi mér
hann«.
»Hann er stafurinn, sem gerir núll herra síns að hárri
tölu. Vér höfum ástæðu til að ætla, að hann sé í kyrþey
að afla sér fylgismanna, og noti sér kurr þann, sem enn
þá eimir eftir af atlögu Querínís, einvaldi sínum (keisar-
anum) í vil. Hann er tiltakanlega slunginn.
Enginn hinna fjögurra njósnara, er vér höfum á leigu í
sjálfu liði sendiherrans hefir enn megnað að láta oss í
té lítilfjörlegustu sannanir«. Dulardómurinn hefir sett
alla von sína til yðar, Leónóra, um að finna lykilinn að
þessum harðlæsta huga, eins og heppnast hefir fyrir yð-
ur svo oft áður. Um þetta gat náttúrlega ekld verið að
ræða á meðan Grittí stóð á milli. útlegð hans opnar veg-
inn og gefur jafnframt tilefni til að nálgast þenna óað-
gengilega mann, er þið nú hafið sameiginlegs vinar að
sakna. Að öðru leyti fel ég málefnið yndisþokka yðar,
sem aldrei var ómótstæðilegri en þá er við ramman reip
var að draga«.
Hún hugsaði sig um andartak. Birti þá yfir brá henn-
ar; augnaráð hennar varð aftur djarflegt og tígulegt;
munnurinn hennar munfagri opnaðist til hálfs, en íhug-
ult bros leið um varir henni. »Þér lofið þá«, sagði hún
loks, »að Grittí vei’ði kallaður heim jafnskjótt og ég ofur-
sel yður hinn«.
»Því lofum vér«.
»Þá skal ekki líða á löngu áður en ég geng eftir efndun-
um«.
Hún stóð upp og fleygði burt vasaklútnum, sem var
orðinn gegndrepa af tárum. Andrea var ekki unnt að sjá
bana nema lítinn spöl, þar sem hún gekk nú um gólf í
herbergi sínu; því rifan var svo þröng. Hlaut hann samt
i, Vín er höfuðborg Austurríkis, er fram að »Versalafriði« var
stórveldi og hafði öldum saman teygt hramm sinn suður yfir
Alpafjöll t-i! ítftHu.