Jörð - 01.12.1931, Side 195
ANDREA DELFÍN
269
Jörð]
að dást að konunglegu látbragði hennar, er hún leið hægt
yfir skrautábreiður gólfsins og var eins og hún hyggði
til nýrra sigurvinninga, er hún hristi hárið frá hvítu,
hvelfdu enninu. Hrökk hann þá við og titraði er granda-
laust augnaráð hennar beindist beint að honum, eins og
væri þess nokkur hætta, að hún kæmi auga á hann.
Maðurinn í hægindastólnum stóð á fætur. En hann,
sem var algerlega tilfinningalaus fyrir töframagni henn-
ar, hélt áfram í kærulausri starfsrödd:
»Sendiherra páfans kemur orðið sjaldan til yðar. Þér
hafið ekki dregið neina dul á heimshyggju yðar; einkum
hefir spilamennska vaðið alltof mikið uppi. Oss væri það
kært, ef að þér fynduð aftur um hríð til nokkurrar and-
legrar tilhneygingar og hænduð hans ágæti aftur að húsi
yðar. Samneyti páfaríkisins við Frakkland er upp á síð-
kastið orðið nokkurs varhuga vert«.
»Þér getið reitt yður á mig«, svaraði hún.
»Og svo að lokum, Leónóra! Upphæðin, sem vér skuld-
um yður enn fyrir kvöldmáltíð Candíanós.......«
Hún nam staðar náföl, eins og hún hefði orðið fyrir
nöðrubiti. »í nafni allra heilagra«, greip hún fram í,
»nefnið það ekki, nefnið það aldrei aftur og gefið kirkj-
unni þessa peninga til að lesa messu fyrir sál hans —
og minni. í hvert sinn, sem ég heyri nafn hans, finnst
mér dómsdagsbásúnan sjálf drynja mér fyrir eyrum«.
»Þér eruð barn«, svaraði hinn. »Ábyrgðin af nætur-
máltíð þeirri hvílir á oss, en ekki yður. Hann var afbrota-
maður, en vegna frændastyrks hans og vinsælda, þótt-
umst vér tilneyddir að framkvæma refsinguna á laun.
Hann andaðist kyrrlátlega í rúmi sínu og enginn getur
rakið banamein hans heim til yðar. Eða hefir nokkuð
þessháttar borizt yður til eyrna«.
Hún titraði og horfði niður fyrir sig. »Onei«, sagði
hún. »En á nóttinni hrekk ég upp við rödd hans, sem er
að hvísla. Æ, það eitt skyldi ég aldrei gert hafa; aðeins
ekki það«.
»Þetta eru órar, Leónóra! Þér standið þá af yður. Féð,