Jörð - 01.12.1931, Page 196
270
ANDKEA DELFÍN
[Jörð
ætlaði ég að segja yður, liggur til reiðu hjá Marchesi.1)
Góða nótt, greifynja. Ég sé, að ég er þegar farinn að
þreyta yður. Sofið vært og látið á morgun sól fegurðar
yðar skína úr heiði, yfir rangláta sem réttláta. Góða nótt,
Leónóra!«
Hann hneigði sig lítillega fyrir henni og gekk til dyra.
Allra snöggvast brá andlitsdráttum hans fyrir augu
Andrea. Voru þeir kuldalegir, en ekki grimmdarlegir;
ásjóna án sálar í svipnum, að því undanteknu, að geig-
laus viljaþróttur mótaði brá og brúnir. Hann batt á sig
grímuna og fleygði svartri skikkju sinni á axlir sér og
fór án þess að bíða kveðju konunnar. íFramh)
T rúar j átning.
FRAMTfÐARINNAR er að leita í frelsi. Sannleikur-
inn mun gera oss frjálsa. Jesús Kristur er vegurmn, sann-
leikwrmn og lifið. (Sbr. Jóh. 8, 32. og Jóh. 14, 6).
LESIÐ
FYRSTU ræðuna í »Helgidagaprédikwmm« sr. Páls heit-
ins Sigurðssonar frá Gaulverjabæ. Er þar rætt um kirkj-
una í fortíð, nútíð og framtíð af þeim ljósa skilningi og
þeirri trú á hin eilífu sannindi og framtíð mannkynsins,
sem einungis spámannlegur andi gat verið megnugur um
á þeirri tíð.
Sr. Páll var einn bezti vinur og samherji Matthíasar
heitins Jochumssonar í þroskasögu trúar hans og mennt-
unar. Munu þeir hafa verið manna snjallastir á sínum
tíma í starfsliði íslenzku kirkjunnar, og að vísu langt á
undan sínum tíma. Því er hin umgetna ræða sr. Páls
fyrst nú að verða tímabær.
Það væri þarfaverk að gefa út kver með úrvali af ræð-
um sr. Páls —, en ósvikinn 20. aldarmaður yrði sá að
vera, er veldi ræðurnar.
’) Frb. marhvesí; er þá gert ráð fyrir, að »hv« sé borið fram
skaftfellskt, eins og í s>hvað«.