Jörð - 01.12.1931, Síða 197
JÖNAS LIE
271
Jörð]
Jónas Lie.
JÓNAS LIE1) var norskt sagnaskáld. Davið
skyggni-) er fyrsta skáldritið hans.
Skrifaði hann bækur sínar aðallega á síðasta þriðjungi
19. aldarinnar; var þannig samtímismaður Björnstjerne
Björnsons, Hinriks Ibsens og Alexanders Kjellands og
ásamt þeim talinn til skáldjöfra Noregs, er alið hefir
fleiri stórskáld »eftir mannfjölda« en önnur lönd. Eink-
um er tímabil þessara fjögurra glæsilegt, svo að frægðar-
ljómi stendur af víðsvegar um lönd; enda voru þá mörg
góðskáld önnur í Noregi.
Jónas Lie var 37 ára að aldri, er hann skrifaði fyrstu
skáldsöguna sína, »Davíð skyggna«. Fram að þeim tíma
var hann vel metinn málaflutningsmaður, en varð gjald-
þrota af óviðráðanlegum ástæðum. Tók hann þá upp á
því að reyna sig sem rithöfund, með þessum líka árangr-
inum þegar, að fyrsta skáldsagan hans er talin fágætt
snilldarverk. Eftir það má heita, að hver skáldsagan ræki
aðra hjá honum, og mun sanni nær, að hann sé ástsæl-
asta sagnaskáld, er ritað hefir á Norðurlöndum, þó að
þessháttar verði auðvitað tæplega fullyrt.
Skáldskapur Jónasar Lies, sem að vísu má telja, að
falli að sumu leyti inn í raunsæisstefnu (»realisma«,
»naturalisma«) þess tíma, er svipfastur, eins og flestra
annara stórskálda og þó öllu fremur. Vitanlega eru öll
stórskáld sjálfstæð, mikið til, en sjálfstæði Lies ber af,
og þó með öllu laust við oflæti og tilgerð. Ber það til, að
honum var það eitt hugleikið, að lýsa því, er honum bjó
inni fyrir sem manni. En svo var hann sannur maður,
að hann hafði miklu meiri áhuga á meðbræðrum sínum
en sjálfum sér. Hefir hann því lýst öðrum mönnum og
viðskiftum þeirra, náttúrunni og viðskiftum manna við
Frb. »lí«. — 2) Á frummálinu er natfnið »Den fremsynte«
(skygg-ni maðurinn). ,