Jörð - 01.12.1931, Page 198
272
JÓNAS LIE
[Jörð
hana af innileika og ást og kyrrlátri giettni; bjartsýnni,
angurblíðri og karlmannlegri í senn. Og með því að áhugi
hans var einfaldur áhugi á lífinu, eins og það kemur fyr-
ir, þá eru hinar raungæfu lýsingar hans öðru hvoru
þrungnar undiröldu dularafla lífsins eða sveipaðar feg-
urðartöfrum, er vart verður sagt um, í hverju felast.
Mennirnir, sem Lie segir frá, eru honum bersýnilega
hjartfólgnir, þrátt fyrir breiskleika og brot — nema þeir,
sem bælt hafa ieiðtogarödd hjartans niður í sjálfum sér
og vilja bæla hana niður i öðrum; líta svo á, að »maður-
inn sé hvíldardagsins vegna«; eru allir í siðum og vel-
sæmi. Gagnvart þess konar fólki er hann hluttekningar-
laus, og yfirleitt miskunnarlítill við alla, sem treysta ekki
hjarta sínu. Þegar allt kemur til alls. Nátengt þessu er
óhugur hans á ófrávíkjanlegum kenningum. Kærast er
honum aftur á móti að segja frá tilfinningaríkum en lát-
lausum mannskapsmönnum og þó allra helzt þess háttar
konum; þróttmiklum, blíðum, indælum.
Þó að viðleitni skáldskapar Lies beinist öll að því að
lýsa hinum einföldu undirstöðuatriðum í samlífi manna,
ástasögu þeirra og hjúskapar og heimilislífinu yfirleitt,
þá hefir hann jafnframt tekið sérstöku ástfóstri við þrjú
atriði önnur, en það eru sjómennska, og svo sem áður
var drepið á, náttúran og dulræn öfl, er almúginn hefir
trúað á um öll lönd. Og er að vísu, sem hið síðastnefnda
hafi honum verið mjög í blóðið borið, því ritháttur hans,
sem annars var fremur stirfinn — og þó að vísu við-
kunnanlegur, — verður, þegar út í þá sálma kemur, eins
og allur annar, eins og hlaupinn sé í hann galsi nokkur,
skringileg samblanda af hrolli barnsins, íbyggni almúg-
ans og glettni hins menntaða manns. Og er að vísu hin
aimúgalega íbyggni ósjaldan ríkust þessa, og mun sjald-
an hafa verið sett fram jafnsnjallt í rituðu máli, sem og
vænta má.
»Dulspeking get ég ekki kallað Jónas Lie. Hann var of
andlega heilbrigður og frjálslyndur til að aðhyllast dul-
speki. En aftur á móti hélt hann svo að segja í hendina á
því, sem við að jafnaði nefnum yfirþekkjanlegt. Að hans