Jörð - 01.12.1931, Side 203
Jörð]
JÓNAS LIE
27S
áliti var það jafn raunverulegt og hlutirnir, eða lífið, um-
hverfis hann. Hann var einn af þeim mönnum, sem bæði
að eðlisfari og sannfæringu eru hjátrúarfullir, sem kall-
að er. Menn, sem þannig er farið, eru enn uppi, og ef til
vill ekki eins fáir og ætlað er. Þannig er farið ekki all-
fáum gáfumönnum og þá ekki síður listhæfum gáfumönn-
um. En Jónas Lie var einn þeirra. Hann trúði ekki á neitt
sérstakt, en hann vissi, að ósýnilegi heimurinn er nær
sýnilega heiminum en menn ætla. Og hann var sannfærð-
ur um ýmislegt, sem hið þurra hyggjuvit mundi kalla
einbera hjátrú.
Ef mig rangminnir ekki, þá var það Georg Brandes,
sem lýsti þessari lyndiseinkunn Lies mjög hnyttilega:
»Jónas Lie veit það, sem aðrir kynoka sér við að trúa«,
sagði hann.
Það var finnskt blóð í framætt Jónasar Lie og þaðan
gat ófreski og forvitni stafað. Og Jónas Lie þóttist líka
vita, að vitneskja hans um sumt yfirþekkjanlegt, ætti sér
rætur í æfa-fornum blóðerfðuim.1)
f rauninni var Lie enganveginn laus við hjátrú; og
myrkfælinn var hann að minnsta kosti á yngri árum. En
jafnvel myrkfælnin var skringilega mótuð af karlmann-
legri glettni hans. Er það til dæmis, að hann hafði jafn-
an skó sína til taks, við höfðagaflinn, á nóttinni, til að
þeyta þeim í dimmunni þangað, sem honum þótti uggs
nokkurs að vænta í það og það skiftið. Kom jafnvel fyrir
að gamanið gránaði af því, að í mönnum lenti.
Skringileg sameining karlmennsku og sérvizku, ung-
gæðislegur undanfari hins skáldlega rannsóknaranda og
sjálfstæðis hafði verið mjög áberandi í fari Jónasar Lies
bæði sem barns og ungs manns. Er m. a. um það eftirfar-
andi saga.
Norska stúdentafélagið í Kristjaníu (Osló) hélt stór-
eflis samsæti til heiðurs hinum heimsfræga landa sínum,
!) Tilvitnunin úr bók Karls Konows, er síðar getur í þessu hefti;
þýdd af Einari kennara Guðmundssyni, er góðfúslega hefir lát-
ið hana í té.