Jörð - 01.12.1931, Qupperneq 204
274 JÓNAS LIE [Jörð
fiðlusnillingnum óla Bull (frb.: búll). Jónas Lie var
meðal þátttakenda, þá ungur stúdent. Hafði hann þá um
hríð verið handgenginn Bull og þótti það fremd ungum
manni. Þegar samsætið stendur sem hæst, verður hrifn-
ingin svo mikil, að þeir, er einna heitastir voru aðdáend-
ur Bulls, hófu hann upp yfir annað fólk og báru hann á
höndum sér um salinn, en fagnaðaróp veizlumanna tóku
yfir. óli Bull heilsaði hrærður og hróðugur til beggja
handa. Jónas Lie var meðal þeirra allra hrifnustu, sem
báru snillinginn, sóma Noregs. Kemur honum þá sá
endemishrekkur í huga, að klípa óla Bull í þjóhnappinn
og vita, hversu skipaðist um hátíðarsvipinn. Og þó að
honum væri vel til Bull og dáðist einlæglega að honum,
þá fór svo, að hann gat ekki setið á sér. óli Bull brosir
og heilsar eins og ekkert hafi í skorizt. Jónas klípur fast-
ar. óli Bull heilsar og brosir. Jónas Lie klípur af öllu afli,
en hann var vel fær maður á yngri árum. óli Bull heilsar
og brosir. Var þá fullreynt, og Jónasi ánægja að því að
hætta. Höfðu og ekki aðrir orðið varir við það, er þeim
fór á milli. Eigi er þess getið, að þetta hafi spillt á milli
þeirra Bulls; hefir hann e. t. v. aldrei vitað, hver olli.
Jónas Lie kvæntist frænku sinni nokkurri, Tómasínu
að nafni. Hljómar það nafn engan veginn eins illa á
Norsku sem íslenzku. En hitt er þó meira um vert, að
hún var kvenkostur hinn ágætasti, og mátti Jónas djarft
úr flokki tala, er hann hélt því fram bæði beint í viðræð-
um og óbeint í bókum sínum, að maðurinn sé karlmaður
og kona hans til samans. Mun Lie einhver hinn mikilhæf-
asti talsmaður hjónabandsins í bókmenntasögunni. Og
þar sem ástasögur flestra annara enda með því, að elsk-
endurnir giftast, þá er Lie það raunsærri, að honum
dettur ekki í hug að skilja við þau fyr, en þau hafa einnig
náð hinni innri sameinirigu, sálnanna, sem hjónabandið
eitt fær áorkað, með því að þroskabarátta beggja aðilja
miði óbifanlega að hvoru tveggja í senn: að varðveita
sjálfstæði sitt og að verða samt einn maður. Þannig kem-
ur hinn fullgerði maður fram, má nærri því segja að sé