Jörð - 01.12.1931, Síða 205
Jörð]
JÓNAS LIE
275
kenning Lies, og tveir ólíkir helmingar sameinast í lífi'
og starfi.
Tómasína Lie var manni sínum ekki einungis ástrík
eiginkona, börnum þeirra umhyggjusöm móðir og allri
fjölskyldunni ásamt gestasægnum hin ágætasta og ást-
sælasta húsmóðir, heldur vann hún svo mjög að ritstörf-
um Lies með honum, að sagt hefir verið, að nafn hennar
hefði gjarnan mátt standa á titilblöðum skáldsagna hans.
En það hefir hún vitanlega ekki viljað. Verk hennar var
að strika út, og er álitið, að hún hafi stytt sumar bækur
hans jafnvel um helming eða meir. En auk þess hefir
hún vafalaust haft áhrif á allt efnið, er þau ræddu það
sín á milli, jafnvel í smáatriðum. Er sagt, að þá hafi
ósjaldan farið í svolítinn svarra, því að Jónasi var sárt
um króana sína með skáldgyðjunni og fannst oft í bili
kona sín vera nokkuð stjúpmóðurlega lynt gagnvart þeim.
Mestan þann hluta ævinnar, sem Jónas Lie fékkst við
ritstörf, átti hann heima í París á Frakklandi ásamt
fjölskyldu sinni. Samt var hann fluttur heim, áður en
hann dó, 1908.
Áhrif skáldskapar Lies á yngri samtímaskáld í Noregi
eru talin greinileg. En áhrifin, sem hann leitaðist við að
hafa á sérhvern ungan listamann, er á vegi hans varð,
voru þessi: Treystu sjálfum þér, treystu barnslega eiginn
eðli. Sjálfur hafði hann frá upphafi skáldskapar síns
auðsýnt trú þessari allshugar traust og við það komið
fram þegar í fyrstu bók sinni sem höfundur, er hafði
nokkuð og mikið frumlegt til brunns að bera jafnt að
því er snertir efni, efnismeðferð og framsetningu.
»É G V E I T ekki, hvort vér lifum til hvítasunnunnar,
siðbótarinnar, sem í nánd er. En ég vil að vér sleppum
öllu öðru en því, að greiða hvítasunnunni veg«. (Síra
Björn B. Jónsson D. D. um Kirjuna í »Sameiningunni« í
greininni »Þörfin að afkvista«).