Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 206
276
RÖKKURSKRAF
[Jörð
Rökkurskraf.
ii.
DAVÍÐ SKYGGNI — hjartfólgnasta saga æsku
minnar. Hversu oft hefi ég ekki vakað á nóttunni yfir
þér og teygað fagnaðarerindi lífsins, ljóssins er skín í
myrkri, af bikarnum fagra og einkennilega, sem þú rétt-
ir mér. Trúin á lífið stafar af þér inn að hjartarótum les-
andans og styrkir hans eigin trú. Þú upplýsir hinn unga
um fegurð og þrótt æskuástar á þann hátt, sem hann
gleymir aldrei ; hann er ekki sannur maður eftir. Fegurð,
undursamleg fegurð! Ævinlega lof og þökk sé Skapar-
anum, Föður vorum, fyrir, að þú ert innborin á Jörðinni;
réttmætt hlutskifti vort, ef að vér einungis erum þeir
drengir að leysa þig úr álögum!
ÉG SPURÐI eitt sinn skólabróður minn nokkurn
í Menntaskólanum, hvaða skáldsögu honum þætti vænst
um. »Davíð skyggna«, svaraði hann. Nú er maður þessi
einn af viðurkenndustu rithöfundum þjóðar vorrar fyrir
ritgerðir um menntamál. Sömu spurningar spurði ég gáf-
aðan barnakennara fyrir fáum árum. »Davíð skyggna«
svaraði hann.
Sagan er hin einkennilegasta samstilling af lýsingu
lands og þjóðar annarsvegar og ástarsögu manns og
meyjar hinsvegar. Ástin er að vísu æ hin sama alstaðar;
að eins misjafnlega mikil. En ilmur hennar er með ýmsu
móti eftir uppruna og ástæðum. Elskendurnir, sem hér
er sagt frá, eru sprottin upp úr skauti fólks, sem lifir
nánu samlífi við mikilúðuga, seiðþrungna náttúru lands
síns, Hálogalands í Noregi. En náttúran er hér of mögn-
uð til þess, að áhrifin verði eingöngu til heilsubótar. Al-
múgi landsins er að vísu hraustur á líkamanum, en veill
á sálinni. Vættir og vofur byggja það ásamt fólkinu; sú
er trúa þess.
Davíð er vaxinn upp úr almúga þessa lands, þó að faðir