Jörð - 01.12.1931, Síða 207
RÖKKURSKRAF
277
Jörð]
hans hafi að vísu efnast og komið honum til mennta.
Síisanna aftur á móti lifir þarna aldur sinn allan, en hún
er dóttir aðflutts embættismanns. Hún nýtur gæða lands-
ins, en varðveitist fyrir óhollustu þess. Er hún náttúran
sjálf holdi klædd, ræktuð af ástríkum föðurhöndum, en
sjöfn slær smiðshöggið á þroska hennar. Getur fáar konu-
lýsingar, er jafnast á við þessa af þrótti og fegurð, enda
er svo um mælt, að í norskum bókmenntum finnist eigi
jafningi hennar nema Sólveig í Pétri Gaut eftir Ibsen.
Mær þessi drukknar nýtrúlofuð, en vitund Davíðs um,
að hún sé lifandi, þótt hún hafi dáið, og muni aldrei að
eilífu deyja, heldur bíði hans »í skínandi geislakjók,
bjargar sál hans frá brjálseminni, sem setið hafði um
hann frá barnæsku.
Hefir æskuást varla nokkuru sinni verið fegur og trú-
verðuglegar lýst, þó að ytri kringumstæður séu með ein-
kennilegra móti.
Myndir 1. árgangs »Jarðar«.
Þ E I R, sem ætla sér að láta binda 1. árg. »Jarðar«
inn, geri svo vel að athuga það, sem nú skal greina um
myndimar.
1. Þrílita myndin (af móður), sem fylgir 2.—3. hefti
laus, er ætluð til þess að bindast framan við allan árgang-
inn.
2. Myndir 1. heftis ætti að binda inn, verði því við
komið, svo sem hér segir:
1) Blaðið: »Konungur Gyðinga — Apoxyomenos; Brim,
Reynisdrángar« fylgi greininni »Trúin i Jesú nafni«.
2) Blaðið »Dverghamrar — Lofn« fylgi greininni
Davið Stefwnsson frá Fagraskógi«.
3) Blaðið: »Dagurimi — Lífgunaræfingar; Gaur og
Nútímaæsican« fylgi greininni »Fræðshimal IslendingaA.
4) Blaðið: »SJtattpeningurinn — Hertogahöllin« fylgi
sögunni »Andrea Delfin« eða smágreininni »Feneyjar«.