Jörð - 01.12.1931, Blaðsíða 208
278
JARÐARFÖR JOFFRES
f Jörð
Jarðarför Joffres.1)
EFTIRFARANDI frásögn er tekin úr bréfi ungs
íslendings, sem dvelur við nám í Parísarborg á Frakk-
landi. Svo vildi til, að ritstj. »Jarðar«, gafst kostur á að
lesa bréf þetta, og þótti honum frásögnin svo lifandi og
látlaus, og þá ekki síður hin stutta, dálítið óvænta hug-
leiðing í lokin, að hann fékk leyfi eigandans til að birta
hana úr bréfinu. Kunnum vér fyrir það alúðarþakkir og
væntum, að sendandi misvirði ekki.
»í fyrradag horfði ég á mjög tilkomumikla jarðarför
hér í París. Var verið að jarða Joffre marskálk, einn af
mestu mönnum Frakka. Hann var yfirhershöfðingi
franska hersins í byrjun stríðsins og stöðvaði áhlaup
Þjóðverja við ána Marne í norð-austur Frakklandi í sep-
tember 1914. Franska ríkið sá um útförina og var hún
mjög hátíðleg. Líkræðan fór fram í dómkirkju Parísar,
sem heitir Notre-Dame.2) Þangað fóru ekki aðrir inn en
mestu stórmenni Frakklands, svo sem stjórnin, margt
þingmanna, hershöfðingjar, biskupar og erkibiskupar og
svo framvegis. Auk þess útlend stórmenni, frá Englandi,
Bandaríkjunum, Belgíu, ítalíu og mörgum öðrum löndum.
Líkið var flutt frá dómkirkjunni í litla kirkju, sem áföst
er við hersafnið. Er meir en klukkutíma gangur á milli
þessara tveggja kirkna, ef að fylgt er götum þeim, sem
likfylgdin fór eftir. Á öllu þessu svæði, beggja megin við
göturnar, var svo mikill mannfjöldi, að meir en helming-
urinn hefir víst ekkert séð af útförinni. Þar stóð maður
við mann í 7 til 8 röðum, hverri aftur af annari. Hinir
öftustu stóðu á stólum og smákössum, sem þe'ir höfðu
borið með sér að heiman eða leigt á götunni. Margir
höfðu klifrað upp í tré eða tildrað sér upp á minnisvarða.
Aðrir héngu utan í veggjum; annars var fjöldi manns
!) Frb. sjoffrs.
í) Frb. notre-dam, þýðir »vor frú«, nfl. María mey. Frúarkirkja.
I