Jörð - 01.12.1931, Page 209
Jörð]
JARÐARFÖR JOFFRES
279
allstaðai- úti á veggsvölum og úti í gluggum. Þá var og
margt um götusala, sem seldu kökur, brauð og aldini, því
að margir höfðu farið snemma á fætur, til þess að ná sér
í góðan stað. Líkfylgdin var mjög mannmörg; var hún
þrjá studnarfjórðunga að fara fram hjá, þar sem ég stóð.
Var henni skift niður í marga flokka, sem gengu hægt og
reglulega og var stundum alllangt bil á milli hverra
tveggja. Mikill hluti líkfylgdarinnar voru hermenn ó-
breyttir og yfirmenn. Leikin voru sorgarlög á lúðra og
básúnur. Voru þau mjög vel leikin og gullfalleg, enda eft-
ir fræg tónskáld. Einkum þótti mér mikið til um líkfarar-
gangsljóðið, sem enska lífvarðarsveitin lék.
Ég skrifa ykkur þetta, elsku foreldrar, að gamni mínu.
Líkfylgd þessi hreif mig, vegna þess hve hún var hátíð-
leg og vegna hljóðfærasláttarins. Annars mætti ef til vill
segja, að svona dýrðlegar útfarir séu dálítið hégómlegar.
Jeg gat ekki stillt mig um að hugsa: Skyldi vesalings
marskálkinum verða tekið með annari eins viðhöfn hinu-
megin? Vona ég það fyrir mitt leyti, ekki vegna þess að
hann var marskálkur, heldur vegna hins, að hann var
maður, sem sjálfsagt hefir stundum fundið til, líkt og ég
og aðrir.
Menn eða stofnanir
ER ÓBEÐIÐ#fá sendan fyrsta árgang »Jarðar«,
eru beðnii- að gera svo vel að athuga það, er hér segir:
Þeir eiga hið senda frjálst, hvort sem þeir borga það
eða ekki; það er því áhættulaust fyrir þá að taka við því.
Hinsvegar þiggur »Jörð« .þakksamlega að fá borgun
frá þeim, þegar hún er látin með góðu geði; og mun vænt-
anlega senda þeim póstkröfu til vonar og vara, er eigi
senda andvirði 1. árgangs, kr. 5.00, fyrir 1. marz 1932.
Þeir, sem kynnu að fá 1. árg. sendan óbeðið og sjá við
athugun, að þeir kæra si'g ekki um að verða kaupendur,
myndu bregðast við drengilega, ef að þeir þá gerðu svo
vel að afhenda eintak sitt óskemmt einhverjum, sem hefði
hug á að kynna sér það.