Jörð - 01.12.1931, Side 210
280 ÚTVARPIÐ OG MÚSÍKIN [Jörð
Útvarpið og »músíkin«.
ÞAÐ hefir komið fram, sem fyrirsjáanlegt mátti
heita, að alþýðu manna út um sveitir landsins veitist tor-
velt að hafa ánægju og uppbyggingu af »músíkinni« svo-
nefndu. Hinsvegar mun útvarpsráðið alráðið í því að nota
útvarpið til að fylla það skarð fyrir skildi í menntun ís-
lenzkrar sveitaalþýðu, sem er þekkingar- og skilnings-
skortur hennar á æðri hljómlist. Enda eru ófáir menn í
landinu, sem eiga einhverja sælustu og uppbyggilegustu
menntanautn sína í þeirri tegund listarinnar. Og víst er
um það, að hver sá, er ekki kann að meta hljóðfæraleik,
fer á mis við mikið, sem hann þó að öllum líkindum hefir
meðfædda hæfileika til að njóta.
Hitt er annað mál, að hér er að sínu leyti um að ræða
háa menntun, sem ekki verður öðlast eða veitt án fyrir-
hafnar og innileika. Flutningi sígildrar hljómlistar í út-
varpi verður að fylgja alþýöleg útskýring verks þess,
sem í það og það skiftið er flutt. Krefst þess háttar út-
skýring ekki aðallega lærdóms, heldur fyrst og fremst
skilnings á hvað það er í tónverki, sem alþýðumaður1)
hefir skilyrði til að geta notið.
Til að útskýra svolítið betur, hvað vér eigum við með
alþýðlegri útskýring á tónverki, leyfum vér oss að birta
hér á eftir örlítið sýnishorn. Og er þess þó að gæta, að í
það vantar alla sérþekkinguna, enda er því fremur ætlað
að eggja til athygli á málefninu en að vera til fyrir-
myndar.
Auk beinna útskýringa eða útskýrandi hugleiðinga í
sambandi við hvert verk, sem flutt er, og auk almennra
fyrirlestra um hljómlist, myndi endurtekning hins sama
verks með stuttu millibili vera líkleg til að gefast vel.
Forsjrilið aö Coriolarvus-söngleiknum eftir Beethoven
MINNIR á útsynning. Fyrra stefið (»tema«) er ofsa-
fengið með fortissímó-rykkjum, — líkt og rokél, sem allt
*) Þ, e, a, s,: ekki fagmaður.