Leiftur - 01.01.1915, Side 9
L E I F T U R
7
væri þvi kært að fá sagnir um óskiljanlegar heyrnir,
en þó einkum þær, sem fleiri en einn heyra samtimis.
Einnig er það sérkennilegt, hve lítið hefir geymst af
Ijóssögnum, eigi ótíðari en þau fyrirbrigði þó eru, og
það í margvíslegum myndum. Menn sjá t. d. mannlaus
hús eða herbergi allýst um svartanætur, þótt ekkert
vanalegt ijós geti þar verið né endurskin frá ljósum
annarsstaðar frá. Má í sambandi við þetta geta vitrunar
Karls 11. Svíakonungs. Pá eru og sagnir um að ljós
hafi sézt loga yfir líkum, þótt engin hafi þau fyrir verið.
Einnig má benda til sagna um eldglæringar og eld-
hnetti, er menn hafa þótzt sjá þjóta yfir með yfir-
borði jarðar eða velta þar áfram. Alkunnar eru og
sagnir um það, að í náttmyrkrum og hríðum hafi
menn, er voru hikandi um stefnuna, séð tjós, er þeir
stefndu á, og fóru fyrir það út af réttri leið. Og hve
margir kunna að hafa farist fyrir þau atvik, er enginn
kominn til að segja. Geta mætti þess til að orðið:
»villiljós« eigi rót sína að rekja til slíkra kynjaljósa. En
engu færri eru þær sagnirnar, er greina frá því, að
þessi kynjaljós hafi orðið til liðs og bjargar. Mjög kært
væri mér því að fá glöggar sagnir um yfirnáttúrlegar
Ijóssýnir. Að sönnu er ekkert yfirnáttúrlegt lengur en
meðan það verður eigi rétt skilið.
Mér er kunnugt um það, að eigi er svo litið til af
sögnum um svipsjónir eftir skepnur, þótt sára fáar af
þeim hafi verið færðar í letur. Er það þó illa farið.
Alt sem getur stutt að þvi að glæða þá trú eða skoðun
manna, að skepnurnar hafi ódauðlega sál, myndi stuðla
til betri meðferðar og samúðar gagnvarl þeim. Yæri
mér því hin mesta ánægja að fá góðar sagnir dulrænar
um skepnur.
Eg vil minnast á eina tegund dulrænna fyrirbrigða,
er nel'na mætti sjónhvarf. Það er þegar mönnum virð-
ast menn, skepnur eða hlutir, sem þeir horfa á, hverfa
þeim sjónum, þótt ekkert beri á milli, er á geti skygt.
Enn fremur, þegar menn verða þess alls eigi varir, sem