Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 11
L E I F T U R
<>
með stafsetning og stilfærslu. Mega menn vera þess full-
vissir, að þótt orðum og niðurröðun verði lilið eitt
vikið við, þá verður þess vandlega gætt, að efni breytist
að engu. En aðallega ber að leggja áherzlu á það, að
rétt og nákvæmt sé frá öllu sagt. Verði menn við þess-
um tilmælum, treysti eg þvi, að ritið verði nú og siðar
vinsæll og reynist þarl't.
l3á munu og við og við koma i ritinu nýjar, merkar
og vottfestar erlendar sagnir um dulræn el'ni, og fræð-
andi ritgerðir um þau.
Eg leyfi mér að vara menn við því að l'ara illa með
heflin. Flestir munu á sinum tíma vilja binda þau
saman. Upplagið verður eigi stórt. Fljótt geta því ein-
stök hefti orðið ófáanleg.
Það hlýtur að fara eftir atvikum, hve ört heftin koma
út. Sagnirnar ligg'ja alls ekki á hraðbergi.
X>aiiöiiui er ekki eudirinn.
»The Christian Commonwealth« (Kristið þjóðfélag)
heitir eitt af merkustu vikublöðum Englendinga. Það
er aðalmálgagn »nýju guðfræðinnar« á Englandi. Að
blaðinu standa ýmsir af helztu mönnum þjóðarinnar,
þar á meðal margir frægir kennimenn. Þar hefir, eink-
um síðan er ófriðurinn mikli hófst, allmikið verið rælt
um áframhald lílsins eftir dauðann. Meðal þeirra greina
blaðsins, sem um það mál fjalla, er sú, er hér fer á
eftir. Hún er, eins og hún ber með sér, rituð af fyrv.
hjúkrunarkonu. Blaðið lætur ekki nafns hennar getið.
Greinin kom i blaðinu á áliðnu síðasta sumri.
Dauðinn er ekki endirinn. Eg veit að hann er það
ekki. Eg ætla að segja ykkur frá þvi, hvers vegna eg