Leiftur - 01.01.1915, Síða 12
10
L E I F T U R
er þess algerlega fullvís, að hann er það ekki. Ef lil
vill getur það orðið til þess, að hvetja aðra, sem orðið
hafa fyrir samskonar reynslu og eg, til þess að segja
fra henni. Og ef til vill verður þá spurningunni: »Er
dauðinn endirinn?« svarað a þá leið, að orðið geti til
þess að hughreysta margan manninn, sem nú á um
sárt að binda og nú leitar árangurslaust að svari.
Eg hefi verið hjúkrunarkona i mörg ár, og meðan eg
gegndi því starfi, var eg viðstödd andlát fjölda manna.
Margir þessara manna, sem eg sá deyja, urðu varir við
— rétt áður en þeir hættu að draga andann — eða
virtust verða varir við einhvern, sem ósýnilegur var
vinum þeirra og ættingjum, er safnast höfðu saman
við dánarbeðinn.
Eg hefi séð konu, sem legið hafði í meðvitundar-
leysis-móki margar klukkustundir, opna all í einu
augun, horfa framundan sér með gleðibragði, en jafn-
framt undrunarsvip, og rétta út hendurnar, eins og til
þess að grípa hendur, sem réttar væru að henni — og
síðan andvarpaði hún, eins og henni létti mikið, og
andaðist.
Eg hefi séð mann, sem var að berjast við dauðann,
yfirkominn af angist, verða all í einu rólegan og ein-
blína á eitlhvað, sem konunni hans virtist vera loftið
eilt, en svipur hans bar vott um að hann sæi, sér til
óumræðilegs fagnaðar, einhvern, sem hann hel'ði áður
þekt; síðan nefndi hann nafn, eins og hann væri að
heilsa manni, sem honum þætti vænt um að sjá og
gaf upp andann. Eg hefi séð marga slíka atburði.
Þetta, sem deyjandi menn sjá svo oft — og þykir
svo vænt um að sjá — rétt áður en dauðann ber að,
er ekki, eins og margir halda, einungis orðið til í þeirra
ruglaða heila, heldur eru það þjónustuhundnir andar,
sem komnir eru frá andlegum heimi til þess að heilsa
þeim, sem eru að fara um dauðans hlið inn á nýtt lil-
verustig. Þetta veit eg vegna þess, að í þau skifti sem
þetta kom fyrir, sá eg líka það, sem deyjandi menn-