Leiftur

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Leiftur - 01.01.1915, Qupperneq 14

Leiftur - 01.01.1915, Qupperneq 14
12 L E I F T U R sem heimurinn kallar dáin. En brosið yndislega, sem komið hafði á andlit henni, þegar hún kannaðist við englana, var enn á ásjónu hennar. Englarnir voru kyrrir við rúmið þessa litlu slund, sem leið, þangað til andinn hafði tekið á sig mynd uppi yfir dánum líkamanum. Því næst risu þeir upp og stóðu nokkur augnablik grafkyrrir, sínu megin hvor við hana, sem nú var orðin eins og þeir. Og eg sá þrjá engla fara burtu úr herberginu, þar sem stundarkorni áður höfðu að eins verið tveir. Mér hefir verið sýnt það, að dauðinn, sem margir telja svo hræðilegan og ógurlegan og hulinn þeim leyndardómi, sem engin lausn fáist á, er dýrlegasta sönnunin fyrir hinni takmarkalausu ást vors himneska föður. Eg hefi séð margar tegundir engil-þjónustunnar. Og það gleður mig að frásögur um það, að englar hafi birzt á vígvöllunum, hafa komið mörgum til þess að ælla, að eigi sé óhugsandi að menn geti hlotið hjálp og aðstoð frá þeim á hræðilegum hætlu og neyðartímum. Þjónusta þeirra er raunveruleg hjálp. Margar þúsundir þeirra, sem nú eru harmi lostnir og syrgja dána vini sína, mundu hljóta huggun og leiðsögn, ef þeir hefðu vit á þvi, hvernig þeir ættu að afia sér hennar. Ljóssýnir. Frá Furöuströndum. »Ísafold« XI.I1. árg., 33. tölubl., 2. bls. Sögn Vigfúsar I. prests Sigurðssonar. Haustið 1912 vigðist eg til Desjarmýrarprestakalls í Norðurmúlasýslu og fór þegar austur til Borgarfjarðar að afiokinni vigslunni. Leigði þá um veturinn á Bakka-

x

Leiftur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leiftur
https://timarit.is/publication/483

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.