Leiftur - 01.01.1915, Qupperneq 15
L E I F T U R
13
gerði í húsi því, er Oddi nefnist, eign IJorsteins M.
kennara Jónssonar. Seint um haustið réðst unglings-
mað.ur, Þórarinn Páll að nafni, sonur Sveins bónda
Pálssonar a Dallandi i Húsavik, í unglingaskólann á
Bakkagerði. Ilann var mesti efnismaður, hneigður til
skáldskapar, óvenju hraustbygður og karlmenni mikið.
Góður drengur var hann, vel þenkjandi og brennandi
af framfaralöngun, vandaður og vinsæll af öllum þeirn,
er honum kyntust. Ilann hafði fæði í húsi I'orsteins
kennara og las þar öllum stundum, sem liann var ekki
i skólanum, en svaf i húsi því, er Bjarg nefndist, eign
Hannesar Sigurðssonar hreppstjóra, sem var hið næsta
þeim megin götunnar, svo sem rúma 30 metra frá húsi
Þorsteins kennara.
Sunnudaginn 9. febrúar gekk Þórarinn þessi inn í
Goodtemplararegluna á Bakkagerði, að líkindum mest
fyrir áhrif Þorsteins kennara, sem er öflugur styrktar-
maður bindindismálsins. Var hann þó i nokkrum efa
um það áður, hvort hann ætti að ganga í stúku; áleit
þess ekki þörf, þar sem hann aldrei liafði bragðað á-
fengi, en þótti ])ó hinsvegar rétt al' sér að styrkja góðan
félagsskap.
Að kveldi þess sama dags, um kl. 10, fór hann eins
og hann var vanur einsamall til hvilu sinnar út i
Hanuesarhús. Var þá veður gott. en dimt af nóttu, þvi
tungls naut ekki. Sagði hann þá, er hann kom i Hann-
esarhús, að þegar hann hefði komið ofan á brautina
niður af Þorsteinshúsi, liafi hann séð undurskært Ijós
fyrir augum sér í nokkur augnablik. Þótti honum það
ólíkt öllum þeim ljósum, er hann hingað til hafði séð,
og taldi það víst, að það hefði eigi gelað komið frá
neinum næstu húsum og væri hvorki skrugguljós né
hræfareldur eða neilt annað ljós, er hann gæti skilið af
hverju kæmi. — Daginn eftir sagði hann mér frá inn-
töku sinni i Regluna og mintist þá jafnframt á ljóssýn
þessa, sem hann kvaðst ekkert skilja i. Bæddum við
um það lítið eitt einslega og heyrðist mér þá helzt á