Leiftur - 01.01.1915, Síða 16
14
L E I F T U R
honum, sem hann áliti það yfirnáttúrlegan fyrirburð, er
mundi boða sér eilthvað. Var hann þó að allra dómi,
er til hans þektu, alveg laus við það, er hjátrú kallast,
og alls eigi myrkfælinn.
Sunnudaginn 16. febrúar var svo al'tur haldinn fundur
i stúkunni. Hélt Þórarinn þá fyrstu tölu sína, lýsli ljós-
sýn sinni inntökukveldið og kvaðst nú skilja þýðingu
hennar. Taldi hana fagran fyrirboða þess, að hann væri
nú kominn í góðan félagsskap og lýsti því yfir í áheyrn
fundarmanna, að hann einsetti sér að vinna Good-
lemplarareglunni alt það gagn, sem hann framast
megnaði. Á fundi þessum gaf hann félaginu peningagjöf,
eigi all-litla, og á næstu fundum á eftir flutti hann tölur,
laglegar af viðvaningi, og sýndi með þvi að honum var
alvara með að verða nýtur starfsmaður félagsins, ef
honum hefði orðið lengra aldurs auðið. En það sann-
aðist hér, sem fyr, »að eigi er lif lengra en léð er«.
Að kveldi þess 3. marz, kl. á 11. tímanum, gekk
Þórarinn Sveinsson hraustur og kátur út úr Þorsteins-
liúsinu og ætlaði enn sem fyr til hvílu sinnar í Hann-
esarhúsið, en hann lcorn eigi þangað um kveldið. Var
því enginn gaumur gefinn jiaðan, þvi hann hafði slund-
um komið seint i háttinn og eigi allsjaldan sofið i Þor-
steinshúsinu, er vont var veður.
En kl. á 12. tímanum þessa sömu nótt, sá gömul
ekkja á Bakkagerði, Anna Hallgrímsdóltir frá Njarðvík,
einkennilegan ljósglampa leggja inn í herbergi sitt, þar
sem hún lá glaðvakandi í rúminu. Leit hún þá út og
virtist henni það stafa frá ljóshnetti skærum á götunni
niður af Þorsteinshúsi. Voru þá allir aðrir i fasta svefni
í þorpinu. Anna var þá slödd i húsi þvi, er nefnist
Svalbarð, utarlega í þorpinu og gat því tæplega séð Ijós
á götunni nema það bæri hátt yfir jörðu. Er hún kona
guðhrædd og greind og talin sérlega vönduð og sann-
orð. Sagði hún slrax um morguninn frá því er fyrir
hana hafði borið um nóttina. Önnur kona greind og
trúverðug í þorpinu, Jónína Hjörleifsdóttir að nafni,