Leiftur - 01.01.1915, Page 17
L E I F T U R
15
sagði einnig frá slíkri ljóssýn, er hún hafði séð nokkru
fyr þetla sama kveld á sömu stöðvum.
En þenna morgun fanst Þórarinn Sveinsson örendur
á götunni, nákvæmlega á sama stað, er hann hafði séð
ljósið sjálfur fyrir réttum þremur vikum og þær kon-
urnar sáu sin ljós. Hafði hann orðið bráðkvaddur, er
hann gekk út um kveldið. Þóttust menn þá sjá, livað
Ijósin á götunni hefðu boðað.
Var nú helzt búist við því, að Þórarinn heitinn yrði
jarðsettur í Húsavik, þvi þar var bæði faðir hans bú-
settur og svo hafði móðir hans verið jörðuð þar og
íleiri skyldmenni, en fyrir sérstök atvik varð samt ekki
af því. Var hann jarðsunginn í Desjarmýrarkirkjugarði
11. marz að viðstöddum fjölda fólks. Hélt Þorsteinn M.
kennari Jónsson húskveðju i skólahúsinu, einkar lag-
lega, en eg líkræðu i kirkjunni. Daginn áður hafði gröt'
lians verið tekin í kirkjugarðinum, kom þá enn ný
ljóssýn til sögunnar, er l'ólkið á Desjarmýri þóttist þá
l'yrst sjá, livað hefði merkt.
Seint í septemberm. hauslið 1912 var Guðrún Högna-
dóltir, kona Jóns Þorsteinssonar hónda á Desjarmýri, á
gangi meðfram kirkjugarðinum að kveldi dags. Var þá
að eins lítið eilt farið að skyggjá. Henni varð litið til
kirkjugarðsins og sá hún þá tvö Ijós nálega í miðjum
garðinum; annað stórt og skært, en hitt minna til hliðar
við stóra Ijósið. Virtist henni þau bæði vera sem Ijós-
kúlur, er báru lítið eitt yfir jörðu. Horfði hún á þau
góðan tíma og sá að þau gátu ekki verið náttúrleg ljós.
Flýtti hún sér þá inn, en leit þó við áður en hún gekk
inn i bæjardyrnar; en þá voru þau hortin. Sagði hún
þá manni sinum og öðru heimafólki frá því og bar því
öllu saman um, að það hafi verið vandlega á sama
stað og gröf Þórarins lieitins var tekin, að stærra ljósið
l>ar yfir.
Sama daginn og Þórarinn Sveinsson dó, fæddist and-
vana meybarn á Bakkagerði. Kom faðir þess til min
kveldið áður en Þórarinn var jarðaður og bað mig að