Leiftur - 01.01.1915, Qupperneq 20
18
L E I F T U R
Leiöarstjarnan.
Sögn Gests bónda Guðmundssonar á Ytra-Rauðamel.
Rétt eftir veturnæturnar 1913 var eg einn á ferð frá
Hatfjarðará og heim til mín að Ytra-Rauðamel. Svarta-
myrkur var á, því að jörð var auð og ekkert tunglsljós.
Nær því miðleiðis fór eg eftir vegleysu yfir móa og
ílóa. Sá eg þá alt í einu ijós fram undan mér, er var
skært og bjart og bar einungis hvítan lit. Litið var það
stærra að ummáli en stór stjarna. Ut frá ijósinu lagði
litla birtu. Var það um 4 metra á réttri leið fram undan
mér. Um leið og eg sá það, varð eg þess glögglega var,
að hesturinn, sem eg reið, sá það einnig. Hann sperti
eyrun fram, spyrnti við fótum og vildi fara lil hliðar.
Hesturinn varð þó að hlýða mér og fara rétta leið á
eftir ljósinu, er leið með jöfnum hraða á undan mér
sem eg fór áfram. Ljósið sá eg stöðugt meðan það
varaði. Hafði það engin áhrif, þótt eg liti af þvi, og
auðfundið var, að hesturinn sá það einnig stöðugt.
Þegar eg hafði séð ljósið um 5 mín., kom eg á mel,
þar sem gatan var glögg, og þá hvarf ljósið. Loft var
þrungið af krapakafaldi, og rétt eftir að eg kom á veg-
inn, og ljósið hvarf, skall hretið níðdimt yfir. En þótt
svartamyrkur væri, mundi eg samt hafa ratað, þó að
við ljósið hefði eigi verið að styðjast. En á hestinn mátti
eigi treysta, því að hann var nátthlindur.
Ingihjörg Lífgjarnsdóltir, mágkona min, hafði átt
hestinn og þóll vænt um hann. Hefir hún oft birzt
mér síðan hún deyði 1906, hæði í draumi og sýnum í
vöku. Margoft hefi eg og þózt finna það glögglega, að
hún væri i návist við mig. í þetta skifti var hughoðið
um það svo sterkt, að eg bar enga brigð á, að Ijósið
stafaði frá mágkonu minni, þólt eg sæi hana eigi að
því sinni. Hefði það átt að vísa mér leið, eða ljrsa
klárnum yfir vegleysuna.