Leiftur - 01.01.1915, Qupperneq 26
24
L E I F T U R
þá Sigurlín:- »Það er leiðinlegt fyrir hana Ingveldi, að
það skuli vera þetta hræðilega óveður, þegar þessi eina
dóttir er að flytja alfarin úr foreldrahúsumcc. Þórdís sat
og studdi höndum undir kinnar. Henni þótti þá, að
hún sæi sorta fram undan sér og virtisl eins og ill-
viðrið lemja utan um sig. Sá hún þá upphleyptan veg
liggja fram undan sér, er hallaði litið eitt upp á móti.
Hún sá dökkleitan hest teymdan eftir veginum. Gekk
hann fyrir vagni. I vagninum sá hún líkkistu með á-
klæði yfir. Virtist henni hún sjá margt fólk i líkfylgd-
inni. Var Friðgeir sonur hennar hægra megin við vagn-
inn. Sjálfri henni virlist, að hún liði áfram vinstra megin
við vagninn.
Svo hverfur sýnin.
Þá stóð Þórdís upp og gekk ofan. Segir hún þá um
leið í hálfum hljóðum eins og við sjálfa sig: »Það er
ekkert fram undan nema eintómt myrkur — myrkur
og dauði«.
Friðgeir og Ingibjörg giftusl 18. des. næst á eftir. En
Ingibjörg deyði, í Borgarnesi, að nýafstöðnum barns-
burði 26. okt. 1906. Þórdís fylgdi tengdadóttur sinni til
grafar. Sá hún þá nákvæmlega og raunverulega hina
sömu sýn og áður, þegar líkfylgdin fór upp úr Skalla-
grímsdalnum á leið til Borgarkirkju.
Sigurlín, mágkona min, sagði mér, að þegar hún
hefði séð svipbrigðin á Þórdísi, og heyrt hana tala við
sjálfa sig, þegar hún gekk niður, hefði hún þegar spurt
hana að því, hvað fyrir hana hefði borið. Sagði Þórdís
Sigurlínu þá frá sýn sinni eða vitrun eins og hér segir.
Brúöför og jaröarför.
Sögn Þórdísar Guömundsdóttur á Ytra-Rauðamel.
Handrit ísleifs kennara Jónssonar.
Frá þvi að eg hafði verið vinnukona á Grímsstöðum
í Álftaneshreppi á Mýrum, hjá þeim hjónum Níels
Eyjólfssyni og Sigríði Sveinsdóttur, hafði verið náin
i