Leiftur - 01.01.1915, Qupperneq 27
LEIFTUR
25
vinátta milli mín og Mörtu dóttur þeirra. Sú vinátta
hélzt, þótt eg væri farin þaðan og farin að búa sjálf á
Vogalæk, sem er alllangt frá Grimsstöðum.
Það var einhverntíma í febrúarmánuði lcSSO að eg
hugsaði venju fremur sterkt til Mörtu vinstúlku minnar.
Einkum var eg að hugsa um það, hvað fyrir henni
myndi liggja á æfinni. Eftir að hafa hugsað um þetta
nokkra stund, fanst mér sem eg væri stödd á Álftanesi.
Þar er kirkjustaður og stóð kirkjan þá í kirkjugarðin-
um, er var í suðaustur frá bænum. Virtist mér eg
standa við norðvesturhorn kirkjugarðsins og sjá yfir
liann að kirkjudyrunum, og svo yfir sundið milli bæj-
arins og garðsins. Sá eg þá að Marta Níelsdóttir kemur
frá bænum, og við hlið hennar gengur Jón Oddsson,
sonur Odds bónda á Álftanesi. Marta var búin brúðar-
skarli, og Jón var einnig vel búinn. Til vinstri hliðar
við þau gekk Sigríður móðir hennar, en til hægri hliðar
Halla móðir hans. Svo varð Halla lítið eitt á eftir.
Hallaði Sigríður sér þá að dyrastafnum og beið eftir
henni. Á meðan hurfu þau Marla og Jón inn í kirkjuna.
1 sömu svipan hvarf þessi sýn, en önnur kom í
hennar stað.
Austan við kirkjugailinn sá eg nýtt leiði. Virtist mér
það stærra en venjulega. Við kirkjustafninn stóð Marta,
klædd sorgarbúningi, og drúpti höfði. Hafði hún dregið
lierðasjalið upp á höfuðið. Mér fanst sem eg væri þá
komin nær henni, cg sýndist mér sem hver taug henn-
ar titraði og að hún hristist frá hvirfli til ilja. Hrollur
fór þá um mig og þóttu mér þetta vera snögg umskifti.
í sama bili hvarf sýnin, en mér fanst verða krökt af
einhverjum verum kring um mig. Svo hvarf alt saman.
Þetta var ekki draumur. Eg var glaðvakandi. Gat
þetta verið fyrirboði? Átti alt þetta að koma fram við
Mörtu? Naumast gat eg trúað því. Eg vissi fyrir víst
að ekkerl samband var þá milli hennar og Jóns Odds-
sonar. En störfin kölluðu mig frá þessum hugleiðing-
um.