Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 28
26
L E I F T U H
Tveim árum síðar giftust þau Jón og Marta. Eg var
við vigsluna. Sá eg þá að alt fór eins fram og fyrir mig
hafði borið í sj'ninni, þegar brúðhjónin gengu út í
kirkjuna, bæði að þvi er snerti búning þeirra, og hvar
mæður þeirra gengu. En eftir 12l/2 árs sambúð deyði
Jón Oddsson. Kom þá bin sýnin nákvæmlega fram við
jarðarförina. Marta stóð við kirkjugaflinn, og leiðið var
þar rétt fyrir anstan. Stærra var það en vanaleg leiði,
sökum þess að kistan var mikið skreytt og kassi ntan
um hana, svo að fyrirferðin var mikil.
Eg sagði bráðlega frá sýninni, svo að hún var orðin
kunn áður en nokkuð af þessu kom fram.
Grr-öfin.
Sumarið 1874 var fólk frá Reykjahlið í Mývatnssveit
við heyskap vestan við vatnið. Hafði það bækistöð sína
í Hrauney. Húsíreyjan þar, Sigríður Jónsdóttir, eldaði
fyrir það matinn. Meðal fólksins frá Reykjahlíð voru
einu sinni þær líræðradæturnar Jakobína Pétursdóttir,
nú ekkja eftir Jón Stefánsson — Þorgils gjallanda —
og Jakobina Sigurgeirsdóttir, nú prófastsfrú að Rorg á
Mýrum.
Þennan dag voru eldaðar baunir. Potturinn stóð á
búrgólfinu. Yar það moldargólf. Sigríður sat á hækjum
sínum við pottinn og jós úr honum upp í skálar. Pær
nöfnur voru þar bjá henni. Alt í einu sér Jakohina
Pétursdóttir að nafna hennar náfölnar, riðar við og
gengur út. Hún fylgdi henni þegar eftir og spurði, hvað
fyrir hana hefði borið. Jakobína vildi ekkert úr þessu
gera, en hin gekk því fastar að. Loks segir þó Jakobína
Sigurgeirsdóttir nöfnu sinni frá því, að lnin hafi séð gröf
opnast í búrgólfinu, rétt við hliðina á Sigriði. Hefði sér
orðið svona bilt við það.
Þegar þetta bar að, var Sigríður við sæmilega heilsu.
En um haustið veiktist hún og deyði, 45 ára gömui,