Leiftur

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Leiftur - 01.01.1915, Qupperneq 29

Leiftur - 01.01.1915, Qupperneq 29
L E I F T U R 27 þann 2. nóvember næsta á eftir að Jakobína hafði séð opna gröf standa við hlið hennar. Sögn þessa heyrði eg ekki löngu eftir að Sigriður deyði. Báru engir, sem til þektu, hina minstu brigð á hana. Til frekari vissu sagði eg þó prófastsfrú Jakobínu söguna á síðastliðnu vori, og játaði hún hana rétta að vera. Frú Jakobína var eitt ár i Reykjahlíð þegar hún var 12—13 ára að aldri. Gengu þá eigi litlar sagnir af skygnisgáfu hennar, er sumir munu liafa álitið með af- brigðum. Frá Reykjahlið fluttist hún svo að Bessastöð- um lil Gríms Thomsen og föðursystur sinnar, Jakobínu Thomsen. Þaðan giftist hún síðar Einari Friðgeirssyni, nú prófasti á Borg á Mýrum. Eftir að frú Jakobína tluttist frá Reykjahlíð, hafa engar sagnir borist af skygnisgáfu hennar. A síðastliðnu vori bað eg hana að lýsa fyrir mér, hvernig skygni hennar hefði verið varið. Hún tjáði mér, að þegar hún hefði verið unglingur, hefði það einstöku sinnum borið við, að hún hefði haft sýnir, en bráðlega hefði það elzl af sér. Hefði hún álitið sýnirnar markleysu og gleymt þeim íljóllega. Að eins tvær sagðist hún muna glögglega, sökum þess, hve hrædd hún hefði orðið. Önnur þeirra var ofanrituð saga. Tvífari. Sögn frú Herdisar Jóliannesdóltur í Ólafsvík. Rétt fyrir páskana var eg ein uppi i húsi mínu, þvi að stúlkuna hafði eg sent að heiman. Eg var í eldhúsinu kl. 9V* um kveldið. Þá heyri eg mjög mikinn umgang á framloftinu á sömu húshæð, sem eg var stödd á. Var eins og þungt gengið af einum manni. Eg vissi að þetla gat alls ekki verið eðlilegt, því að enginn annar en eg var i húsinu, nema maður, sem var í herbergi, er

x

Leiftur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leiftur
https://timarit.is/publication/483

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.