Leiftur - 01.01.1915, Side 32

Leiftur - 01.01.1915, Side 32
30 L E I F T U R Einari Hjörleifssyni. Þagði Bjarnþór fyrst við. Svo sagðist hann engum hafa mætt, og ekki heldur orðið var við þetta fólk í Borgarnesi. Betta virtist því á Borg mjög einkennilegt. Áleit það að Bjarnþór hefði hlotið að mæta hópnum rétt norðan við leilið, og nokkru fyr en leiðir skiftast fyrir ofan Borgarnes. Bjuggust heldur alls eigi við svo mörgum saman á íerð, nema þeim, sem kynnu að vera í fylgd með fíinari Hjörleifssyni. Svo leið timinn, unz það voru nær fjórar stundir af hádegi. Sást þá frá Borg mannareið eftir þjóðveginum, vestan af Mýrunum. Þektist þá, að nú voru á ferð hinir sömu og fyr um daginn. Hina ókendu könnuð- ust menn einnig við af útlili, klæðahurði og reiðskjót- um. Hallgrimur á Grímsstöðum reið Bleik sínum. Fór hann af baki rétt hjá kirkjuhorninu, og skifti fáum orðum við tvo menn, er voru þar. En þá menn hafði fólkið á Borg eigi séð í fyrra skiftið. En nú reyndist alt raunveruiegt. Hallgrímur var þar á ferð ásamt konu og þremur uppkomnum börnum. Par var og Eir.ar skáld Iljörleifsson með frú. Guðný Níelsdóltir hústreyja á Valshamri og dælur hennar þrjár. Húsfreyja Sesselía Nielsdóltir, kona Bjarnþórs, Indriði Indriðason og Iírist- inn bróðir lians. Þólt það á Borg teldi víst, að Bjarnþór hefði hlotið að mæta hópnum, ef um annað en sýn hefði verið að ræða, þá leilaði það samt, frá öllum hliðum, vissu fyrir þvi, að raunverulega hefði þetta ekki getað átt sér stað. Vildi það því halda sýninni leyndri. Óttaðist að það myndi skoðaður feigðarboði, er Haltgrimur reið bleikum hesti og fór af baki hjá kirkjunni. En Hallgrímur lifir enn þegar þetia er skrásett 29. nóv. 1915. En sögnin barst smátt og smátt út og loks til eyrna Hallgrími. Þetta var og eðlilegt, af þvi að hún varð svo mörgum kunn þegar í byrjun.

x

Leiftur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leiftur
https://timarit.is/publication/483

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.