Leiftur - 01.01.1915, Síða 33
L E I F T U H
31
Sýn o<*■ heyrn.
„Hvaö er*t jvi'i að gera hér?“
Sögn I'órdísar Guðmundsdóttur á Ytra-Rauðamel.
Fyrif nærfelt 20 árum bar þá sýn fyrir mig í vöku,
að eg sá Ólöfu dóttur mína. Hún var þá ung, en í
sýninni virtist mér hún fulltiða stúlka. Stóð hún í húsi,
sem eg kannaðist ekkert við. Með hliðvegg hússins var
raðað mörgum tunnum, og var Ólöf eitthvað að hogra
við þær. Kom þá maður inn, sem eg þekti jqfnskjótt
að var Gestur Guðmundsson, þá ungur, en sýndist nú
fulltíða/ Gekk hann með hægð að hlið Ólafar, tók utan
um hana og sagði með hægð:
»Hvað ert þú að gera hér?«
Nálægt 12 árum siðar giftist Ólöf þessum sama
manni, og fóru þau að húa, en ekki sá eg þetla hús,
er eg sá í sýninni. Vorið 1913, þegar þau höfðu verið
yfir (5 ár í hjónahandi, llultusl þau húferlum úr Álfta-
neshreppi í Mýrasýslu að Ytra-Rauðamel i Hnappadals-
sýslu. IJar er timburhús. Jafnskjólt og eg kom þar í
húrið, fanst mér sem eg hefði komið þar áður. Mér
virtist eg kannast svo vel við slærðina og svo tunnurn-
ar, sem stóðu þar fram með hliðinni. En þá kannaðist
eg alt í einu við að þetta var sama húsið og fyrir mig
har í sýn fyrir nærfelt 20 árum.