Leiftur - 01.01.1915, Page 35
LEIFTUR
33
er var i miðið, hvarf sjónum hennar. Telur hún þá
víst, að hin sama sé feig. Hugði hún í fyrstu að það
væri Kristrún, en komst þó þegar að því, að það var
Guðný, er gekk í miðið.
Guðný dó á Raufarhöfn þann 11. jan. 1836 næst á
eftir og var jörðuð að Skinnastað.
Þegar eg var unglingur heyrði eg þessa sögn, og þá
næstu á undan, í Þingeyjarsýslu. En þar voru allar
sagnir um Guðnýju svo ljósar hjá eldra fólkinu. Yar
hún nokkurskonar dýrlingur hjá samlíðarfólki sinu.
Stafaði það frá sorgum hennar, hinni miklu skáldgáfu,
óvenju gáfum og mannkoslum.
Þo rgerður Runólfsdóttir var talin dulspök, og virðist
allmikið hafa borið á hinu sama hjá sumum afkom-
endum hennar. Sagnir hafa gengið um það, að Guðný
dóttir hennar hafi verið skygn og forspá. A það bendir
meðal annars, að þegar séra Jón faðir hennar, siðar
prestur á Grenjaðarstað, var prestur í Stærraárskógi,
var eitt sinn talað um það, hve fagurt væri að líla yflr
fjörðinn. Þá segir Guðný:
»Austur fyrir Evjafjörö
aldrei skal eg fara«.
Svo þegir hún um stund hugsi og segir svo;
'
»l*ar mun pó af guöi gjörð
gjörvöll lukka min á jörö«.
Páll 1 Þorbergsson var að nokkru leyti fóstursonur
séra Jóns á Grenjaðarstað. Hann kvæntist Hildi dóttur
hans þegar þau voru bæði ung. Sigldi hann svo til
Kaupmannahafnar og fékk veitingu fyrir læknisumdæmi
Vesturamtsins. Æltlaði hann að setjast að í Stykkis-
hólmi, og sækja konu sína þegar norður. En rétt við
komu Páls lil landsins, druknaði hann af báti á Rreiða-
firði. — Páll var skáldmællur og talinn óvanalega efni-
legur maður í öllum greinum.
3