Leiftur - 01.01.1915, Qupperneq 37
LEIFTUR
35
lif og gleði, og sorg og' dauði, séu nær því samhliða á
ferðum sínum.
Eg fór svo inn i Ingólfshvol. Þá var Eggert Briem
ekki heima. Mér var sagt að hann myndi hráðlega
koma. Yar mér boðið sæti í skrifstofu hans og að fá
mér hók til að líta í. En eg gat enga línu lesið. Það
var eins og eg sæti eða stæði á nálum. Eg réð því af
að fara út í góða veðrið og ganga þar, unz Briem
kæmi. Gekk eg svo fram og aftur fyrir framan Ingólfs-
hvol, og svo þar í grendinni. Ómögulegt var mér þó
að hrinda þessum ónotabeyg frá mér og þótti mér það
ills viti. Mér varð þá litið austur eftir Hafnarstræti, og
sá Tryggva Gunnarsson koma þar. Yar hann þá að
ganga fram með skipaafgreiðsluhúsinu. En á þeirri leið
og að horninu á Pósthúsinu hvarf hann mér þrisvar
sinnum, en í stað hans sá eg ljósleita þoku. Hún var
samt svo þunn að eg sá vel í gegnum hana. Undrandi
neri eg augun, en eg fann að eg var að öllu eins heil-
brigður og bezt gat orðið.
Skyldi hann vera feigur, gamli maðurinn, sagði eg
við sjálfan mig. Við hittumst svo og skiftumst örfáum
orðum við og skildum að því búnu.
Litlu síðar sá eg fjóra menn koma sunnan Pósthús-
stræti. Gengu þeir samhliða.
Þegar þeir áttu örskamt farið milli Godthaab og
Vöruhúss Th. Thorsteinsson hurfu þeir allir sjónum
mínum. Munu þeir hafa gengið 8—10 metra meðan
sjónhvarfið stóð yfir. Einu sinni sá eg þeim þó hálf-
bregða fyrir. Það var eins og fyrr. í stað þeirra kom
Ijósleit móða eða þoka. Ekki þekti eg þessa menn.
Mér fór nú ekki að verða um sel. Eru þeir feigir
eða þá einhver þeirra, eða er einhver vitleysa komin í
augun á mér, varð mér að spyrja sjálfan mig. Þessu
gat eg þó ekki svarað. Eg fór að reyna sjónina og
horfði í ýmsar áttir, en fann ekkert athugavert við hana.
Eg hafði öðru hvoru gengið fram á bæjarbryggjuna.
Þar liafði eg séð björgunarskipið »Geir«. Var hann
3*