Leiftur - 01.01.1915, Síða 45
LEIFTUR
43
húsdyrnar. Var þegar farið út til að vitja hennar, en
gripið var i lómt. Alveg var gengið úr skugga um, að
nokkurt hross væri þar, enda þekti eg hana fyrir víst,
því að hún var mjög einkennilega skjótt, og mér þótti
mjög vænt um hana, og folaldið undan henni var búið
að gefa mér.
Eg ólst upp með Skjónu og gerði alt sem eg gat til
að biðja henni lifs. Þegar eg sá hana koma, varð eg
svo fegin að hún var lifandi, og treysti þvi, að nú yrði
látið undan og reynt að lækna hana. Vel man eg eftir
Skjónu, en aldrei sem í þetta sinn, fyrir fögnuðinum
yíir því að fá að sjá hana aftur lifandi.
Siðar fréttist, að einhverra atvika vegna var eigi hægt
að koma því við, að drepa Skjónu, fyrr en stuttu fyrir
trökkrið þennan sama dag.
Svipur Gránu.
Sögn húsfreyju Elísabetar Pórðardóttur á Kolbeinsstöðum.
A Litla-Hrauni, þar sem eg er uppalin, var á fóðri
um G ár hryssa, grá að lit, er kölluð var Eggerts Grána.
Hún var úr Hraunhreppi. Hryssa þessi var einkar væn.
Vorið 1906 kom eg út á Litla-Hrauni snemma morguns,
voru þá komin hross í túnið, er eg rak þegar. Var eg
hundlaus. Ilrossin voru öll spök og gekk eg langa leið
rétt á eftir þeim og varð að hlaupa fyrir sum þeirra.
1 hrossum þessum, er eg rak, sá eg glögt alla leiðina
Gránu, og sá eg að hún var nýköstuð og undir henni
brúnt hestfolald vakurt. Henni fylgdi og jarpskjóttur
hestur, þá veturgamall, er og gekk undir henni, svo
sem titt er á Litla-Hrauni og Stóra-Hrauni þar sem
hross eru sjaldan í hús tekin. Skildi eg svo við hrossin
i svonefndum Krókum. Er eg kom heim sagði eg við
móður mina, Aslríði Benjamínsdóttur, er bjó þá ekkja
á Litia-Hrauni og býr þar enn: »Nú er Eggerts Grána
falleg og er nú köstuð og með brúnu vökru hestfolaldk.