Leiftur

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Leiftur - 01.01.1915, Qupperneq 47

Leiftur - 01.01.1915, Qupperneq 47
L E I F T U R 45 að honum, sáum við allir sneiðinguna á hægra eyranu, sem var mark hans. Enginn okkar varð þó til þess að snerta víð honum, enda sáum við að hann leit vel út. Yið ætluðum að við mundum síðar sjá hann með hrossum okkar, en hann sást aldrei framar. Ekki sást hann heldur yfir veturinn á Anabrekku. En vorið eftir fanst hann dauður rétt hjá túninu á Anahrekku. Sást þá bezt, að þar hefði liann farist um haustið, er hann hvarf og því aldrei kotnið út að Ökrum, enda getur það og aldrei við borið, að strokuhestur, er náð hefir átthögum sinum, snúi frá þeim aftur um langan veg til þeirra stöðva, er hann hefir strokið frá. Fæ eg því eigi ráðið sýn okkar félaga á Akrahlaði á annan hátt en þann, að þar höfum við séð svip Mósa, því að eng- um öðrum hesti gat verið til að dreifa, sannaðist það bæði þegar næsta dag, svo og yfir allan veturinn. Einrómað er af kunnugum, að þeir Bjarni og Jón séu mjög hestaglöggir. Hið sama má og segja um nöfnurnar, er segja hinar sögurnar. Ritstj. Svoíntöl. Mér sagt, í Reykjavik 8. nóv. 1915, af Rannveigu Ilelgadóttur húsfrevju í Vogi á Mýrum. — Ritstj. Vorið 1913 réðist að Vogi til okkar hjóua, Árna Bjarnasonar og mín, stúlka að nafni Guðmundína Þor- björg Andrésdóttir. Var hún þá 20 ára. Stúlka þessi talaði óvanalega mikið upp úr svefni. Gegndi hún þrásinnis þeim, sem á liana yrtu. Ekki var því veitt eftirtekt, að svefntöl hennar væru að marki hafandi, fyrr en siðast í des. 1914. Hvernig það atvikað- ist, er síðar greint frá með sögunni: »Sokkurinn«. Eftir

x

Leiftur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leiftur
https://timarit.is/publication/483

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.