Leiftur - 01.01.1915, Síða 48

Leiftur - 01.01.1915, Síða 48
46 L E I F T U R það var farið að veita athygli svefntali Mundu, en svo er stúlkan venjulegast nefnd. Hafa svefntöl bennar öðru hverju borið við síðan. Einkuni eru þau þó til þess að benda á það, sem týnst hefir. Oftar reynist það rélt, er Munda segir. Stundum er það þó ógreinilegt, eða jafn- vel ekkert að marka það. Sjaldnast er til nokkurs að- spyrja Mundu i svefni. Það eru önnur áhrif sem ráða. Henni virðist ælíð, eða þeim, sem á svefntölin hlusta,. að hún sé að tala við einhvern sérstakan mann, er vísar henni á það, sem um ræðir, eða segir henni fyrir um það. Þegar Munda er spurð í svefni, er það þrá- sinnis að hún bíður eftir svari, og byrjar svo með þess- um orðum: »Hann segira o. s. frv. Virðist hún þekkja manninn, en að henni hafi verið harðbannað í svefninum,. að segja hver hann væri. En orð hennar virðast benda til, að það sé framliðinn maður. Ekkert man Munda eftir svefntali sínu þegar hún vaknar. En í svefninum er það Ijóst, að hún veit, hverjir við hana tala, og að hún þekldr vel þessa duldu veru, er stjórnar eða ræður yfir svefntali hennar. Svefntöl Mundu bera langhelzt að, þegar hún er þreytt og svefnþurfa. Engan mun er hægt að gera á málfæri hennar, hvort sem hún talar í vöku eða svefni.. Málrómur hennar er skýr og greinilegur, og liggur jafn- hátt og venjulegast er hjá fólki, eða þó heldur lægra. Geta má þess, að dætur mínar Guðrún og Sigurborg,. er sofa i sama herbergi og Munda, vakna að hkindum ætíð, þegar hún hefir svefnlöl. En þegar þær eru þreylt- ar og svefnþurfa mundu þær naumast vakna við svefn- tölin, ef það væri ekki einhver önnur áhrif, sem væra þess valdandi. Tvær eftirfarandi T'smásögur ættu að geta skýrt þettav dálítið nánar.

x

Leiftur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leiftur
https://timarit.is/publication/483

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.