Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 7
Prestafélagsritið.
EINING KIRKJUNNAR.
Erindi flutt á aðalfundi Prestafélags íslands 22. júní 1931 -
Eftir prófessor Sigurð P. Síuertsen.
Hér mun ekki þörf á neinni skilgreiningu á því, livað
átt sé við, þegar talað er um einingu kirkjunnar. Öllum
yður mun vel kunnugt, að þar er um lireyfingu að ræða,
sem stefnir að samvinnu meðal kristinna manna víðs-
vegar um heim. Er orðið kirkja þar ýmist haft í ein-
tölu, og þá látið merkja samfélag allra þeirra manna,
er telja sig lærisveina Krists, eða orðið er notað í fleir-
tölu, og talað um sameining kirknanna, og þá átt
við allan skipulagsbundinn félagsskap þeirra manna,
er lit'a vilja og starfa sem kristnir menn. Enskumæl-
andi þjóðir, sem einna mest hafa mótað hreyfingu
þessa, nota vanalega eintöluna og tala ýmist um samein-
ing kirkjunnar (Church Reunion), eða eining kirkj-
unnar (The Unity of the Church).
Ef spurt væri um, livaða kirkjuleg hreyfing það væri,
sem mest væri um vert á vorum tímum, myndu svörin
ef til vill ekki öll verða á einn veg, því að margt er uppi
á vorum dögum og ýmislegt veldur því, að mat manna
á stefnum og hreyfingum verður nokkuð mismunandi.
En flestum hygg ég þó að koma mundi saman um, að
sterkasta hreyfing innan kristinna kirkjufélaga á þess-
ari öld sé þessi kirkjulega einingarstarfsemi eða sam-
eining kirknanna. —
Til þess að sýna fram á, hve víðtæk þessi hreyfing
1