Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 9
Prestafélagsritið.
Eining kirkjunnar.
3
líkar og skýringar ýmsra trúaratriða sín með hverju
móti. — En þótt mest beri á árangri þessarar starfsemi
innan þessara nefndu þjóðfélaga, er ekki svo að skilja,
að ekki hafi iireyfingar þessarar gætt bæði beinlínis og
óbeinlínis innan fjölda annara þjóðfélaga, þar á meðal á
Norðurlöndum. Er um margvíslegan félagsskap að ræða
í því sambandi, þótt ekki verði bann hér talinn upp.
Þá er að líta á samvinnuna innan hinna sérstöku
kirkjudeilda.
Er þar fyrst að minnast samvinnu þeirrar, er haf-
in er innan lútersku kirkjudeildarinnar. Fyrsta allslierj-
arþing þeirrar hreyfingar var lialdið í Eisenach á
Þýskalandi 1923 og þar stofnaður félagsskapur, er
nefndur er „Der Evangelische Lutherische Welthund“.
Annað allslierjarþing þeirrar hreyfingar var lúterska
kirkjuþingið í Kliöfn 1929, sem 7 andlegrar stétt-
ar menn héðan að heiman sóttu: biskup vor, 4 pró-
fastar, einn sóknarprestur og einn háskólakennari.
Þá er að nefna samvinnuna og samtökin innan ensku
hiskupakirkjunnar. Eru Lambeth-fundirnir miðdepill
þeirrar starfsemi. Eru þeir lialdnir tíunda hvert ár og
sækja fundi þessa biskupar frá öllum álfum heims frá
kirkjufélögum þeim, er fylgja meginreglum hrezku
biskupakirkjunnar, þjóðkirkju Englands. Þótt tilgang-
ur félagsskapar þessa sé sá fyrst og fremst, að efla
samheldni og samvinnu meðal þeirra, sem heyra til sömu
kirkjudeildar og liafa sama kirkjufyrirkomulag og
helgisiði, liefir hann þó einnig stefnt að kirknasamein-
ingu á víðtækari grundvelli. Hafa báðir síðustu Lam-
beth-fundirnir, hæði 1920 og 1930, lagt ríka áherzlu á
nauðsyn þess, að kristileg kirkjufélög tækju höndum
saman, liættu að deila um það, sem milli bæri í trú
og kirkjusiðum, en efldust sem mest að samvinnu og
bræðrahug.
Auk þessa liafa kirkjufélög „Presbyteríana“, „Meþó-
dista“, „Kongregationalista“ og „Baptista“ hvert í sínu
í*