Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 11
Prestafélagsritið.
Eining kirkjunnar.
5
um að lærisveinar hans allir yrðu eitt (Jóh. 17,20), nú
á þessum tímum fyllast sérstökum áhuga á, að sú bæn
verði að veruleika?
Þannig spyrja margir eðlilega, því að menn skilja,
að einhverjar sérstakar ástæður liljóta að liggja til þess,
að mönnum er nú orðin sameining kirknanna alment
svo rík í huga.
Sjálfsagt má finna margar orsakir, sem stuðlað hafa
að þessu, bæði beint og óbeint, en ciðalorsakirnar munu
þó alment aðeins taldar tvær.
Önnur er tilfinningin fyrir því, að það sem á milli ber
og valdið hefir sundrungu innan kristilegrar kirkju, sé
ekki eins mikið og áður var álitið. Við nánari kynningu
kristinna manna, er talist hafa til hinna ýmsu kirkju-
deilda, hefir nýtt mat myndast á því, sem áður hafði
valdið ágreiningi. Og menn hafa við kynninguna farið
meir en áður að líta á það sameiginlega, sem allir
kirkjuflokkar gátu sameinast um, og sannfærðust þá
oft um, að það, sem aðgreindi flestar kirkjudeildirnar,
heyrði fremur til umbúða en raunverulegs kjarna
kristindómsins.
En hin aðalástæðan var sívaxandi tilfinning fyrir
þróttleysi kirkjunnar i heild sinni og úrræðaleysi lil
heppilegrar úrlausnar á hinum mörgu og alvarlegu
vandamálum nútímans. Sérstaklega magnaðist þessi til-
finning eftir heimsstyrjöldina síðustu. Og þetta þrótt-
leysi kirknanna um allan kristinn heim röktu menn
til sundrungarinnar innan kristninnar. Mönnum var
farið að skiljast, að sundurgreind kirkja gat ekki
staðist gegn sameinuðum áhrifum og árásum andkristi-
legra hreyfinga, né heldur ráðið við þau þjóðfélags-
mein, sem víðsvegar ógnuðu allri kristilegri menningu.
Menn voru farnir að sjá, að ef kirkjan átti að halda
áfram að inna af hendi kristilegt menningarstarf með-
al þjóðanna, og vera kraftgjafi hins nýja tíma, eins
og hún var í öndverðu, þá dugði ekki lengur að lama