Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 12
6 Sigurður P. Sivertsen: Prestafélagsritiö.
áhrifavald fagnaðarerindis Krists með sundrungu læri-
sveina hans og dreifingu krafta þeirra.
Það er með öðrum orðum reynslan sjálf, sem knúð
hefir menn inn á einingarbrautina, bæði reynsla fyrri
alda, eins og sagan skýrir frá henni, og reynsla nútím-
ans með nýjum vandamálum, verkefnum og viðhorfum.
Reynslan sannfærði menn um, að kirkjan var komin inn
á rangar og skaðlegar brautir, og að álirif hennar í
framtíðinni á daglegt framferði manna og á lausn
vandamála þjóðfélaganna lilutu að miklu leyti að vera
undir því komin, að hið eyðandi og lamandi böl sundr-
ungarinnar hyrfi, að „Krists menn“ hættu að bera vopn
hverir á aðra, en stæðu sameinaðir sem hermenn drott-
ins í baráttunni gegn allri synd og spillingu, gegn öll-
um raunverulegum óvinum Krists og kirkju hans.
Hér er því ekki um friðarhreyfingu að ræða í þeirri
merkingu, að andleg barátta eigi að hætta. Þvert á móti
er það til þess að verða þróttmeiri og öflugri í bar-
áttunni gegn hinu illa og til sigurs hinu góða, að menn
sáu nauðsyn þess, að allir lærisveinar Krists sameinuð-
ust sem einvala lið, sem samherjar í þjónustu hins
góða. Reynslan sýndi, að vopnunum hafði verið stefnt
í ranga átt, meðan kristnir menn eyddu miklu af þrótti
sínum í deilur um skýringar á sannindum kristindóms-
ins, og um það, hvert kirkjufyrirkomulag væri bezt
og mest í anda fagnaðarerindis Jesú. Og reynslan kendi,
að meðan þessu fór fram, magnaðist óvináttan gegn
málefni Krists og virðingarleysið fyrir honum sjálfum,
gjálífi og allskonar alvöruleysi og siðleysi fór í vöxt,
svo til vandræða horfði fyrir fjölda af þjóðfélögum.
Nú er svo komið, til allrar hamingju, að fjöldi krist-
inna manna víðsvegar um heim fylgir einingarstefn-
unni með áhuga, í þeirri von, að með samvinnu og
sameinuðum kröftum takist kirkju Krists að reka er-
indi hans á áhrifameiri hátt en verið hefir. Munu þeir
áreiðanlega vera margir, sem tekið geta með sannfær-