Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 13
Prestafélagsritið.
Eining kirkjunnar.
7
ingarliita undir orðin um einingarstarfsemina, sem
stóðu í bréfi Adolf von Harnack’s 20. ágúst 1925 til erki-
biskups Svía i sambandi við setningu kirkjuþingsins
mikla í Stokkhólmi: „Guð vill það, samvizka kristins
manns heimtar það, og neyðarástand vorra tíma krefst
þess“. —
Það sem enn veldur erfiðleikum, er að finna einingar-
grundvöll, er allir geíi sameinast um.
Menn skiftast þar aðallega í tvo flokka. Vill annar
sameiningu á grundvelli ákveðinna trúarkenninga og
kirkjufyrirkomulags — það er „Faith and Order“ stefn-
an. En hinn telur líf og starf réttari grundvöll — það
er „Life and Work“ stefnan.
Fyrri stefnan ræður hjá þeim, sem gengust fyrir
fundinum í Lausanne 1927, fyrir lúterska kirkjuþinginu
í Kaupmannahöfn 1929, fyrir Lambeth-fundunum og
fyrir samtökum þeim öllum, er stefna að samvinnu
á grundvelli ákveðinnar kirkjudeildar. Ilvergi hafa
grundvallaratriðin til samkomulags verið fastmótaðri
en hjá brezku biskupakirkjunni, er stendur að Lam-
beth-fundunum. Á Lambeth-fundinum 1920 voru undir-
stöðuatriðin talin þessi 4 — „The Lambetli Quadri-
lateral“: 1. Ritningin öll, bæði Gamla- og Nýja-testament-
ið. 2. Trúarjátningar tvær, postullega játningin og Nikeu-
játningin. 3. Tvö sakramenti, skírnarsakramenti og alt-
arissakramenti. 4. Biskupastjórn og postulleg vigsluröð.
Þó eru þessi grundvallaratriði aðeins skilyrði fyrir því, að
sameining — „Reunion“ -— geti átt sér stað, en ekki nauð-
synleg skilyrði fyrir margvíslegri samvinnu. Brezka
hiskupakirkjan hefir rétt út hönd til bróðurlegrar sam-
vinnu einnig við þau kirkjufélög, sem ekki vilja gang-
ast undir öll þessi fjögur grundvallaratriði þeirra.
Síðari stefnan réði hjá þeim, er gengust fyrir Stokk-
hólmsfundinum áðurnefnda 1925. Það var sannfæring
þeirra, að viðurkenning ákveðinna trúarkenninga og
ákveðins kirkj ufyrirkomulags væri of þröngur einingar-