Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 14
8
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritiö.
grundvöllur og þessvegna ekki heppilegur. Hitt töldu
þeir réttara og eðlilegra, að sameiningin og samvinnan
væru látin ná til allra þeirra, er í alvöru vildu lifa
Kristi og vinna honum og málefni hans. Mér skilst, að
þessi síðari stefna sé að vinna á. Menn eru farnir að
sjá það betur og betur, að ekkert minna en Kristur sjálf-
ur er grundvöllur þeirrar einingar kristinna manna,
sem að er stefnt. Elskan til lians — elskan til Guðs
— elskan til mannanna — það er hinn rétti samvinnu-
grundvöllur lcristinna manna.
Það er innri, en ekki ijtri eining, sem mest er undir
komið. Á það var lögð áherzla í ræðu Svíakonungs, er
hann setti kirkjuþingið í Stokkhólmi 1925. Hann komst
meðal annars svo að orði: „Þó að mönnum takist að
búa til góð lög og vel liugsuð ákvæði, þá er takmark-
inu ekki náð með því einu. Því að lögin og ákvæðin
mcgna lítið, ef þau eru ekki borin uppi inni í hjörtum
mannanna af einlægum vilja og af því hugarfari, sem
setur kærleikann og réttlætið hærra en eigingirnina.
— í lijörtum mannanna verður að leggja grundvöllinn,
sem hægt er að byg'gja á frið og eindrægni lijá hverri
þjóð og meðal þjóðanna“.
Þarna er það tekið fram, sem er aðalatriðið í þessu
máli, að grundvöll kristilegrar einingar verður að leggja
í lijörtum mannanna. Þeir sem liafa huga eða hugar-
far Krists, eru eitt í trúnni, hversu ólíkir sem þeir ann-
ars kunna að vera. Þeir eru eitt í þeirri elsku til Guðs
og raanna, sem sprottin er upp úr lotningunni fyrir
Kristi, aðdáun, og elsku lil lians. Þeir hafa eignast það,
sem í Efesusbréfinu er nefnd „eining andans í bandi
friðarins“ (4, 3).
Ef til vill liefir mönnum livergi skilist þetta betur,
að Kristur sjálfur og elskan til hans sé eini rétti ein-
ingargrundvöllur kirkju hans, en úti í kristniboðslönd-
unum. Scm dæmi þess er liin ágæta bók kristniboðans
Stanley Jones „Kristur á Indlandi“ (The Christ of the