Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 15
Prestafélagsritið.
Eining kirkjunnar.
9
Indian Road), sem þér víst margir eða flestir hafið
lesið og jafnt íhaldsamir og frjálslyndir guðfræð-
ingar hafa verið stórhrifnir af. Eins og þér víst munið,
heldur þessi höfundur því fram, að í kristniboði sínu
á Indlandi hafi hann þá fyrst náð til manna, er hann
fór að boða Krist sjálfan, án þess að leggja áherzlu
á kenningarbúning Yesturlanda. Hann segir, að Ind-
verjar hafi gjört þá merkilegu uppgötvun, að þeir geti
aðhylst Jesú og elskað hann, án þess að tileinka sjer
kenningakerfi það, sem um hann hafi myndast á Vest-
urlöndum. Þessvegna nái kristniboð því aðeins til þeirra,
að þeim sé boðaður Kristur sjálfur, Kristur guðspjall-
anna, óhjúpaður kenningakerfi þvi, er um hann hafi
myndast á Vesturlöndum. Og hann leggur áherzlu á,
að það að vera kristinn sé í því fólgið að fylgja Kristi.
Reynslu sína innbindur höfundur meðal annars í þess-
um ummælum: „Það er Kristur, sem sameinar oss,
kennisetningarnar, sem aðskilja oss. Sagt hefir verið,
að sé söfnuður kristinna manna spurður: „Hverju trú-
ið þér?“ — þá sé hver uppi á móti öðrum og haldi
fram sínum skoðunum; því að ekki eru til tveir menn,
sem trúa nákvæmlega hinu sama. En sé spurt: „Á hvern
trúið þér?“ — þá sameinumst vér“.
Nú hefir verið gjörð i fáum dráttum grein fyrir
kirkjulegu einingarhreyfingunni alment, og er þá eðli-
legt og sjálfsagt að líta til vorrar eigin kirkju með
hreyfingu þessa í huga.
Um það þarf ég ekki að vera langorður hér, þvi að
vitanlegt er, að flest eða alt, sem sagt hefir verið um
nauðsyn einingarstefnunnar alment, á einnig við um
kirkju vora. Hún hefir þess ekki síður þörf en aðrar
kirkjur, að kraftarnir séu sameinaðir, ekki til þess að
kirkjunnar menn lifi í næði og aðgjörðarleysi, heldur
til þess að kraftarnir beinist í rétta átt og fagnaðarer-
indi Krists geti náð sem mestu valdi yfir hugum manna.