Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 16
10
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
Nóg eru verkefnin, sem liér bíða úrlausnar, ekki síð-
ur en annarsstaðar. Þetta sést bezt með því að athuga
vandamál þau, er lágu fyrir kirkjuþinginu í Stokkhólmi
og rædd voru þar. Þau voru meðal annars þessi: Fé-
lagslegu og fjárliagslegu vandamálin, þar á meðal at-
vinnumál og vinnudeilur. Siðferðilegu og þjóðfélags-
legu vandamálin, þar á meðal lieimilislif, hjúskaparlíf
og barnauppeldi, húsnæði og liúsnæðisekla, æskulif,
skemtanir, nautnir, freistingar og glæpir o. s. frv. Ég
sé ekki betur, en að öll þessi vandamál séu einnig kom-
in til vor og biði úrlausnar allra góðra manna, og sízt
ættu kirkjunnar menn að horfa á þau án þess að að-
hafast eitthvað.
En eigi kirkju vorri að verða mikið ágengt til góðra
áhrifa á þjóð vora, verða allir kristnir áliugamenn inn-
an kirkju vorrar að sameina krafta sína og verða sem
einvalalið, er ekki riðlast í baráttunni fyrir hugsjónum
kristindómsins. Þeim ríður á að gjörast samherjar og
vinna í bróðerni að lausn á vandamálum nútímans,
sem nú vekja sundrung og óvild meðal þjóðar vorrar.
Þetta liygg ég, að vér getum allir orðið samhuga um.
Að minsta kosti þekki ég engan prest vor á meðal, er
kynt hefir sér sameiningarstefnu vorra tíma, og ekki
er lienni hlyntur. Ég veit ekki betur en allir þeir, sem
sótt liafa einingarfundina erlendu, séu stórhrifnir af
kirkjulegu einingarlireyfingunni og sannfærðir um, að
eining trúaðra manna muni vera öflugasta ráðið til þess
að efla og auka liið góða í hverju landi — öflugasta
ráðið til áhrifa á þjóðlífið.
Það er því ekki að ástæðulausu, að það tvent: eining
kirkjunnar — og áhrif á þjóðlífið — hefir verið sett sem
aðalyfirskrift á dagskrá þessa fundar. Milli þessa tvenns
er áreiðanlega náið samband, þannig að hvort hefir á-
hrif á hitt. Hjá því getur ekki farið, að því meiri andans
eining sem verður meðal kristinna manna lands vors,
því betur mun kirkju vorri takast að verða þjóð vorri