Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 19
Prestaféiagsritið. Kirkjan og verkam.lireyfingin.
13
orðin svo ólík því sem sem hún var fyrir 1900 árum,
að hún fráfælist nú Krist og kenningu hans? — Ólík-
legt þykir mér það. Er ekki liitt heldur, að hoðskapur-
inn, sem kirkjurnar hafa flutt, sé orðinn nokkuð annar
en sá, sem Jesús flutti? Yæri hugsanlegt, að þeir fátæku
og smáu hyrfu svo alment frá kirkjunni, eins og nú á
sér víða stað, ef kirkjan hefði ekki brugðist skyldu
sinni og flytti enn samskonar gleðiboðskap og Jesús
gjörði?“
Þetta er hið mikla alvörumál kirkjunnar í heim-
inum á vorum dögum. Hún á ekki að kveða upp
áfellisdóma yfir verkalýðnum i löndunum, þótt liann
liafi all-viða horfið frá henni, heldur stinga hendinni
í eigin barm og leita að sök sjálfrar sín. Það eitt fær
samrýmst hlutverki hennar að þjóna en ekki drotna.
Fátt eða ekkert er nú nauðsynlegra en það, að kirkj-
an og verkalýðshreyfingin læri að skilja rétt hvor aðra.
I.
Verkalýðshreyfing vorra tíma mun voldugasta félags-
málahreyfingin, sem risið liefir í heiminum. Hún var
knúin fram, er verksmiðjuiðnaðurinn læsti helgreipum
um miljónir karla og kvenna og barna, og kuldi og
klæðleysi, sultur og sóttir surfu að. Hún var neyðar-
vörn þeirra, er þráðu að lifa mannsæmu lífi, en fengu
það ekki. Hvarvetna átti að bæla hana niður með kúg-
un og ofbeldi og jefnvel gripið til vopna, en liún liefir
aðeins harðnað við eldraunirnar og úr þessu verður
hún ekki stöðvuð. Hún hefir klofnað í ýmsar greinar,
er teygjast nú yfir löndin víðar og víðar, misjafnar að vísu
að þroska og gæðum, en sama hugsjón vakir fyrir:
Bætt kjör verkalýðsins, betri lífsskilyrði þeim til
handa, er hingað til hafa borið skarðastan hlut frá
borði lifsins. Og göfgustu leiðtogarnir hafa haldið
henni þannig á lofti, að engum, sem þorir að hugsa
frjálst og djarft, getur dulist, hversu hún er há og fög-