Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 20
14
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsritið.
ur. Gæðum jarðarinnar á að skifta þannig milli barna
hennar, að þau geti lifað öll mannsæmu lífi og
náð fullum vexti og þroska andlegum og likamlegum.
Bræðralag mannanna á að verða að veruleika.
Afstaða þessarar lireyfingar til kirkjunnar hefir ver-
ið vinsamleg á Englandi, þar sem stendur ein meginrót
hennar, en annarstaðar hefir yfirleitt í löndunum meir
kent kala til hennar, að ég ekki taki dýpra í árinni.
Á Englandi liefir þó stundum orðið árekstur í milli,
en leiðtogum beggja verið það að þakka, að þeir hafa
ekki lialdið í sína áttina livorir.
Ritstjóra aðalblaðs verkamanna, „Daily Herald“, fór-
ust svo orð um þróunina á vikufundi þeirra í London
1919: „Ég get ekki stilt mig um að bera þessa viku
okkar saman við hyltingahug verkalýðsstefnunnar, þeg-
ar ég var ungur. Ég ólst upp í Austur-London meðal
fólks, sem hélt því fram, að hætta skyldi að taka þetta
úrelta tillit til kirkjunnar. Menn ættu að vera frjálsir
í liugsun og ekki að láta blindast. En nú hefi ég séð
um æfina merki stefnunnar horið fram af lifandi
mönnum, og hversu hún hefir vaxið alveg frá þessum
skoðunum. Við liöfum komist að raun um, að gömlu
grundvallarskoðanirnar standa enn í dag í sama gildi
og þá, er þær voru bornar fram. Ég hefi liaft náin
kynni af þessari hreyfingu á öllum sviðum og er nú
kominn aftur til þess staðar, er ég hóf frá göngu mína:
Guð er til. Hann er faðir allieimsins. Og Jesús Kristur
er sonur hins almáttuga Guðs“.
Núverandi ritstjóri „Daily Herald“ er einnig kristinn
maður. Og lielztu foringjar enskra verkamanna liafa
verið ágætustu og víðsýnustu menn og eru enn. Mestur
þeirra allra og beztur mun James Keir Hardie liafa ver-
ið, stofnandi „Óliáða verkamannaflokksins“ (Indepen-
dent Labour Party) og aðalmálsvari mikla enska „Verka-
lýðsflokksins“ (Labour Party). Það er eins og alt hið
göfgasta í hreyfingunni hafi búið í honum, og forusta