Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 21
Prestaféiagsritiö. Kirkjan og verkam.lireyfingin. 15
hans fyrir verkamönnum var sönn fyrirmynd. Sjö
ára gamall liafði hann orðiö að fara að vinna fyrir
sér. Húsbóndi lians var mjög vel metinn maður í
kirkjunni, en þannig inni við beinið, að sveinninn
fékk megnt ógeð á henni. Síðar sá hann þó þegar á
unga aldri, að til var sannur kristindómur, og tók þátt
í kristilegum félagsskapj Jafnframt lióf liann samtök
við vinnufélaga sína um það að berjast fyrir hættum
kjörum. Sumir vinir lians i kirkjunni vöruðu liann við
því, sögðu, að æsingar kynnu að liljótast af, en þá
kvaðst hann ekki láta sér nægja slíka trú, „sem horfði
aðeins til himins annars heims en hirti ekki hið minsta
um lielvíti þessa heim“. Starf lians óx og færðist út.
Seinna lýsti hann afstöðu verkalýðslirej'fingarinnar til
kristindómsins á þessa leið: „Heimurinn er veikur nú
á dögum og þreyttur inn að lijartarótum. Prestarnir
þegja flestir um það, sem mest ríður á að boða. Þann-
ig var það einnig á Krists dögum. Þeir sem fluttu lieim-
inum fagnaðarerindi frá Guði voru fátækir menn og
lítt lærðir. Við þurfum að hverfa aftur til höfuðsann-
inda þess um að allir menn séu Guðs börn og þar af
leiðandi bræður hverir annara. Þau banna það, að
nokkur auki réttindi sin á annara kostnað“. Jafnað-
arstefnan var í augum hans voldug, siðferðileg lireyf-
ing. „Ég er jafnaðarmaður“, sagði hann, „og tel jafn-
aðarmenskuna bræðralag, sem hyggist á réttvísi. Efna-
legu umbæturnar eru aðeins einn áfanginn í krossferð
okkar fyrir sönnum mannréttindum allra“. Óháði verka-
mannaflokkurinn blæs lífi og anda í allan verkalýðs-
flokkinn og mótar stefnu lians. Hann er á leiðinni til
þess að verða sterkasti stjórnmálaflokkur Englands,
þegar Keir Hardie deyr. Hann dó snemma á stríðsár-
unum. Hann hafði áður barist fyrir því, að verkamenn-
irnir í löndunum neituðu því að myrða hverir aðra í
stríði. Það voru mestu vonbrigðin í lífi lians, að þeir
skyldu ekki standast raunina. Striðið hefir vísast orðið