Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 22
16
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsritið.
banamein lians. Undir æfilokin mælti hann það, að ef
liann ætti að lifa upp aftur, þá myndi hann verja æf-
inni til þess að hoða fagnaðarerindi Krists.
Tæpum áratug síðar náði verkalýðshreyfingin stjórn-
arvöldunum á Englandi og samlierji Keir Hardys og
fyrsti ritari Óháða verkamannaflokksins, Mac Donald,
varð forsætisráðherra. Afstaða hans og skoðunar-
hræðra hans til kirkjunnar hirtist glögt í ávarpi þvi,
sem hann sendi almenna kirkjuþinginu i Stokkhólmi
1925. Þar segir svo: „Fjöldi fólks liefir horfið hryggur
frá kirkjunni. Það hefir þráð vitnisburð hennar um
trú á andleg boð kristindómsins, sem megnuðu að stilla
heimsku og böl blindra manna, en fengið liégóma i
staðinn, ósannan og óákveðinn. Enn nú á þessum degi
hrópar heimurinn á anda kristninnar, ekki eingöngu
sem dómara og lækni, heldur fyrst og fremst sem leið-
toga. Þegar menn og þjóðir hvarfla hrædd hingað og
þangað og leita þar hælis, sem aldareynsla sýnir, að
ekkert skjól er að finna — þá er það skylda kirkjunn-
ar að vekja þeim traust á innra ljós og siðferðilegt
þor, sem þvi er samfara, svo að lagt verði á vegu And-
ans, sem eru vegir bæði heiðursins og lifsins“.
í þeim löndum, þar sem verkalýðshreyfingin aftur
á móti elur kala i brjósti til kirkjunnar, verður afstaða
liennar ekki skýrð með stóryrðum: verkalýðshreyf-
ingin sé í insta eðli sínu runnin frá efnishyggjunni, en
kirkja algjörlega andleg stofnun. Því að hvorugt stenzt
dóm reynslunnar liingað til. Ekki stoðar heldur að fara
að telja upp allar ásakanir í garð kirkjunnar — þær
eru óteljandi og stundum firrur einar og fjarstæður —
miklu fremur verður að leita að þeim meginorsökum
til kalans, sem dýpst liggja og virðast eiga við rök að
styðjast. Hygg ég, að þær muni einkum verða taldar
þessar:
Kirkjan er með auðvaldsskipulaginu í heiminum.
Kaþólska kirkjan er sjálf auðvald, og sumstaðar eru