Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 23
Prestaféiagsritið. Kirkjan og verkam.lireyfingin. 17
prestar og kirkjur algerlega á valdi auðmanna og auð-
hringa, einkum i Ameríku.
Kirkjan heldur í ríkisfyrirkomulagið, sem nú er, og
varnar því, að réttmætar umbætur komist á. Ríkis-
kirkja vinnur aðeins ríkishugsjóninni, en ekki allsherj-
ar hugsjón mankynsins, sem á að vera.
Hún hefir varið og stutt stríð og blóðsúthellingar,
þvert á móti herum orðum Fjallræðunnar og öllum
anda fagnaðarerindisins. Hún hefir brugðist Kristi.
Stofnun, er í nafni lians blessar vopn og vígir fallbyssur
og heldur þakkarguðsþjónustur fyrir bræðravíg, af-
neitar honum i verki.
Hún liefir ekki veitt verkalýðshreyfingunni þá hjálp
sem hefði átt að mega vænta, heldur liið gagnstæða.
Að sönnu hefir kirkjan ekki gleymt með öllu fátækum
mönnum og' bágstöddum, en hún þekkir ekki sinn vitj-
unartíma, þegar voldug heimsstefna rís til styrktar
þeim. sem erfiðast eiga. Einmitt liún hefði verið skyld-
ust allra til að hafa forustuna í slíkum málum.
Loks er kristindóminum sjálfum gefin sök á þessu
áhugalej'si kirkjunnar. Byggi hann í raun og veru yfir
þróttinum til þess að bæta úr mannfélagsmeinunum,
þá væri því starfi lengra komið eftir 19 aldir. lírist-
indómurinn horfir svo til liimins, að lionum sést yfir
það, liversu böl jarðlífsins er þungt, og að fyrst og
fremst þarf að leita lækningar við því.
II.
Afstöðu kirkjunnar til verkalýðshreyfingarinnar er
erfitt að lýsa í fáum orðum, þar sem liún er allfrá-
hrugðin í ýmsum kirkjudeildum og löndum. Hún hefir
víða verið önnur en vera ætti, skilningssljó, skeyting-
arlítil og köld og óafsakanleg, eins og ýmsar ásakanir
verkalýðslireyfingarinnar í liennar garð benda til. Enda
hlýtur hver stofnun liér á jörðu að mótast af starfi
ófullkominna manna, sem til hennar teljast, og því ó-
2