Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 24
18
Ásmundur Guðmundsson:
Prestaíélagsritið.
fullkomna mannfélagi, sem hún lifir á meðal. Og hvorki
kirlcjan né verkalýðshreyfingin verða dæmdar rétti-
lega af því versta einu saman, sem þróast hefir i skjóli
þeirra.
Yiðleitni kirkjunnar til þess að hæta úr böli lítil-
magnanna í heiminum hefir einnig verið meiri en
margir formælendur verkalýðshreyfingarinnar hafa
viljað kannast við. Og nú eru augu sumra þeirra tekin
að opnast fyrir því, að hún hafi unnið gott starf á sviði
félagsmálanna, einnig kaþólska kirkjan. Yil ég fyrst
og fremst lýsa dómi þeirra manna sjálfra um afstöðu
hennar til sinna mála, og er liann á þessa leið: „Krist-
indómurinn hefir greitt oss veg, enda vakir sama liug-
sjón fyrir háðum. Hann boðar það, að guðsríkið verði
að veruleika á jörðunni, og það felur alla jafnaðar-
menskuna í sér. Fyrsti kristni söfnuðurinn, sem var
eins og ein stór fjölskylda og hafði alt sameigin-
legt, var fegursta fyrirmynd og leiddi i Ijós liug-
sjón kristindómsins, að kærleikurinn tengdi mennina
svo hvern við annan, að fullkomið lífssamfélag yrði
af. Þrátt fyrir alt og alt, sem boðberum kristninnar hef-
ir orðið á, er það mesta rangfærsla á sögunni, að kristn-
in hafi verið áhugalaus um hætur á mannlífsmeinum.
Hún hraut á bak aftur forlagatrú heiðninnar, sem hamlaði
mest öllum félagslegum framförum, en setti mannkyn-
inu í þess stað nýtt markmið, guðsríkið, sem bendir
sífelt fram og hærra og hærra. Hún vakti heiminum
óslökkvandi þrá til þess, að djúpið liyrfi milh þess, sem
hann er, og þess, sem hann á að vera, milli veraldarrikis-
ins og guðsríkisins, og harátta hófst, sem gefur sögunni
nýtt gildi. Ekkert hefir verið nje er heiminum önnur
eins eggjan og hvöt til umbóta á mannfélagsmálum og
kenning kristindómsins um gildi hvers manns, kærleiks-
hoðskapur lians og bræðralagshugsjón. Og vinnan hefir
einnig öðlast nýtt gildi frá sjónarmiði kristindómsins“.
Viða um heim fjölgar nú meir og meir þeim mönnum