Prestafélagsritið - 01.01.1931, Side 25
Prestaféiagsritið. Kirkjan og verkam.hreyfingin.
19
kirkjunnar og kristninnar, sem skilja það, að verkalýðs-
hreyfingin samkvæmt göfgustu hugsjón sinni býr yíir
voldugri og hreinni og djúpri þrá, sem á fulla samleiS meS
því, er fyrir kristindómnum vakir, og rétta þeir henni
fagnandi hróSurhönd. Er þetta einkum aS þakka ágætum
forvígismönnum og málsvörum kristilegrar jafnaðar-
stefnu, sem liafa myndað félög til efhngar henni og aukið
samúð með verkalýðshreyfingunni hver i sínu landi. Hjer
er elcki tími til að telja þá upp né rekja starf þeirra,
enda eru nöfn sumra þeirra og afrek alkunn, eins og
Rausclienbuschs í Yesturheimi, Blumhardts-feðga á
Þýzkalandi, Ragazar í Sviss og Fallots á Frakklandi, en
andanum í kenningum þeirra og lífsskoðun, hygg ég,
að ég geti ekki lýst betur með öðrum liætti en að til-
færa nokkur orð hins síðastnefnda. Hann var á heim-
leið frá fátæku verkamannaheimili. Stofan var dimm
og full af slaga og óhreinindum. Húsmóðirin lá veik
og svo af henni dregið, að hún gat varla talað. Hann
hafði reynt eftir mætti að tala til lijartna þeirra, en
það kom fyrir ekki. Þungar alvöruhugsanir sóttu á
hann. Gat hann sagt bænarorðin „Faðir vor“ án þess
að hræsna? Hafði hann rétt til þess að kalla þessa menn
bræður sína? „Bræður, nei. Svo langt var sannarlega
ekki komið. Mennirnir geta að vísu í kærleikslirifningu
rétt liverir öðrum hendur yfir djúpin, sem neyð og ó-
kunnugleiki liafa grafið á milli þeirra — en djúpin
eru til eigi að siður. Og hugur minn fálmaði og leitaði
eins og í hita óráði og alstaðar urðu hindranir fyrir,
múrarnir þykku, sem rísa milli mannanna: hleypidóm-
arnir um kynflokka og stéttir, árekstur hagsmunamála,
þjóðahatur, trúarbragðahatur og allskonar fæð milli
einstaklinganna — ég sá, með hve aumlegum hætti
mennirnir greina sig Iiverir frá öðrum um alla jörð.
Af öllum orðum, orðum innantómum, ber hæst orðið
bræðralag. En ef mennirnir eru ekki bræður, með hvaða
rétti álcalla þeir þá Guð sem föður sinn. Undarleg fjöl-