Prestafélagsritið - 01.01.1931, Blaðsíða 26
20
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsritiö.
skylda það, þar sem börnin látast ekki þekkja hvert
annað, en skírskota til þess, að þau eigi sama föður.
En ennþá undarlegri faðir væri það, sem sætti sig við
það að eiga börn, er lifðu hvert öðru ókunnugt. Faðir
án fjölskyldu. Hvílikt málamyndarfaðerni. Og ég skildi
alt i einu, að það var til sliks faðernis, sem við hefð-
um dæmt Guð með hugsunarhætti okkar og breytni.
En jafnframt rofaði til fyrir mjer i framtíðarmistrinu,
ég sá elda af þeim degi, er faðerni Guðs birtist sem
fullur veruleiki og í allri sinni fegurð, þannig að menn-
irnir skildu það, að þeir væru bræður og lifðu eftir
því út í yztu æsar. Nú mátti ég hrópa upp: Faðir vor,
faðir vor. Það var kjörorð vonarinnar fyrir alla góð-
viljaða menn, sem vildu vinna framtíðinni. — Verði
vilji þinn á jörðunni. Á jörðunni, en ekki uppi i skýj-
unum, á jörðunni mitt i eymd mannanna, sem guðrækn-
in hefir flúið. Guði sé lof. Vilji hans verði á jörðunni,
ekki aðeins innan þröngra kirkjuveggja, heldur um
alla jörðina, á hverjum bletti, sem sólin skin á, á öll-
um ströndum, er úthöfin lauga, á hverjum stað, er
mannsharn grætur“.
En langmest liefir starf lcristni og kirkju fyrir verka-
lýðslireyfinguna orðið á Englandi. Þar hafa kirkjunnar
menn lagst dýpst að leita lausnar á vandamálunum
og að ýmsu haft forustuna. Þeir liafa viljað, að kirkjan
væri afl, sem knýði verkalýðshreyfinguna fram til
meiri og meiri þroska og göfgi, og þeim hefir orðið
mikið ágengt í þeim efnum. Kristnin hefir hneigst til
jafnaðarstefnu og jafnaðarstefnan til kristni, eins og
þeir hafa lýst, að fyrir sér vekti. Ensku kirkjunni hefir
smámsaman orðið það ljósara og ljósara, að líknarstörf
ein geti ekki bætt til fulls úr því böli, sem leiðir af rang-
látri skipun félagsmála og atvinnumála, heldur verði að
endurbæta hana sjálfa og ummynda í samhljóðan við
grundvallarliugsjónir fagnaðarerindisins. Þess er að visu
sízt að dyljast, að lausn slíkra mála er enn ófengin,