Prestafélagsritið - 01.01.1931, Page 27
Prestaféiagsritið. Kirkjan og verkam.hreyfingin.
21
en öflugt samstarf er hafið í þá átt og breiðist út meir
og meir til stétta og einstaklinga. Glegsti vottur þess
er kirkjuþingið um kristileg stjórnmál, þjóðhagsmál og
þegnrétt — „Copec“ hefir það verið kallað eftir upphafs-
stöfum þessara orða á ensku — og svo hreyfingin út
frá því, sem haldist hefir siðan. Kirkjuþing þetta var
haldið í Birmingham 1924, og sátu það fulltrúar frá
öllum ensku kirkjunum, nema hinni rómversk-kaþólsku,
og frá ýmsum öðrum félögum og stofnunum. Alls voru
þar með erlendum boðsgestum 1500 manns. Þingið tók
mjög fast á verkefnum sínum. Það rannsakaði m. a.,
hversu tekjur og eignir skiftust milli manna og komst
að raun um, að misréttið, sem þar ætti sér stað, stafaði
fyrst og fremst af því, að aðferðin og mælikvarðinn
við skiftinguna væru röng, dugnaður og ódugnaður
réðu ekki úrslitum um auð og örbirgð. Ýmsar ályktanir
voru gjörðar, sem snerta verkamannahreyfinguna, hafa
þær vakið mikla athygli og skulu nú taldar:
1. Framleiðslan á að vera samvinna, sem miðar að
því að bæta úr þörfum allra. Með því er þó ekki átt
við það, að sama fyrirkomulagið skuli gilda á öllum
sviðum, heldur verður að leita þeirrar tilhögunar, er
bezt hentar hverri framleiðslugrein.
2. Það skipulag verður að vera á framleiðslunni, að
þeir, sem að henni vinna, fái aukin áhrif á það, livern-
ig störfum þeirra sé háttað og kjörum.
3. Fremsta skylda framleiðenda á að vera sú, að
greiða verkamanninum þau laun, að hann og fjölskylda
hans geti lifað á þeim heilbrigðu og mannsæmu lifi.
4. Ógnir atvinnuleysisins eru óþolandi ósljóvgaðri sið-
gæðistilfinningu. Orsakir þess verður að leiða i ljós með
rannsókn og komast fyrir ræturnar.
5. Hvorugt má þolast, óhóf auðæfanna né eymd fá-
tæktarinnar. Réttlátari skifti verði að leiða af ki’istn-
inni.
6. Siðfei'ðilegur réttur til þeirra gæða, sem séreign