Prestafélagsritið - 01.01.1931, Síða 29
Presíaféiagsritið. Kirkjan og verkam.hreyfingin.
23
Beztu og víýðsnustu menn kristninnar hjá öðrum
þjóðum gefa oss þegar bendingu í þeim efnum. Kirkja
vor á að liorfa hugrökk og hjartsýn á verkamanna-
hreyfinguna í heiminum. Hún berst fyrir góðu máli —
þrátt fyrir ýmiskonar mistök og misskilning. Og þótt
um margt hjá henni sé deilt, hvort holt sé eða heppi-
legt, þá getur það trauðla orkað tvímælis í augum þeirra,
sem á hana líta hlutdrægnislaust, að hún sé risin af
brýnni þörf, hafi unnið mikið gagn og eigi göfugt fram-
tíðarhlutverk fyrir höndum. Og hugsjónin að bæta úr
höli þeirra, sem erfiðast eiga eða eru minsts máttar, er
svo laistileg, að fagnaðarspurningin vaknar: Er ekki
Guð sjálfur að vitja heimsins með því, sem bezt er í
þessari voldugu lireyfingu, hann sem vakir yfir öllu
mannlífinu? Vill hann ekki einnig með þessum hætti
gefa oss ríki sitt? Hvað væri raunalegra en það, að kirkj-
an þekti ekki sína eigin hugsjón í þessum búningi, held-
ur reyndi af alefli að vinna gegn henni? Þeir sem trúa
því, að tilveran öll sé í föðurhöndum, mega ekki draga
einstakar ályktanir eins og enginn Guð væri til. Ef
kirkjan léti þessa stefnu fara fram hjá sér og legði
henni ekki lið í neinu, þá brygðist hún hlutverki sínu
í heiminum, brygðist Guði. Það er skylda hennar að
leggja einnig fram krafta sína til þess að reyna að
leysa úr hinum miklu vandamálum í félagslífinu. Hún
ætti m. a. s. að hafa þar forustuna, eins og hún hefir
stundum áður gjört. Öllu góðu, hvaðan sem það kemur,
á hún að rétta systurhönd til samvinnu. Guð er því
að baki.
Það er einnig sumstaðar að skýrast betur fyrir kirkj-
unni, með hverjum hætti samvinnan við verkamanna-
hreyfinguna eigi að vera. Hún á að styrlcja þann straum
siðgæðis og trúar, sem þar er að finna. Og hans verð-
ur ekki aðeins vart þar, sem vinarhugur ræður til
kirkjunnar, heldur einnig þar, sem menn liafa gjörst
henni fráhverfir. Jafnvel þeir, sem líta svo á, að efna-